Samfélagsmiðlar

5 ferðir í næstu viku á undir 40 þúsund

Ódýrasta flugið út í næstu viku og heim aftur kostar rúmar tuttugu og þrjú þúsund krónur.

Nú styttist í að jólaundirbúningurinn hefjist af fullum krafti. Þeir sem vilja hlaða batteríin áður en lætin byrja geta brugðið sér ódýrt úr landi í næstu viku. Túristi grúskaði á heimasíðum flugfélaga og ferðaskrifstofa og fann fimm ferðir fyrir þá sem vilja komast burt í hvelli en þó ódýrt.

1. Osló – 23.377 kr.

Þú getur verið á netinu í háloftunum þegar þú situr í hjá norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ef flogið er út 29. nóvember og heim aftur þann annan desember kostar farið ekki meira en 23.377 krónur (1090 norskar). Við þetta bætist kreditkortagjald upp á 900 krónur og farangursgjald (sjá hér).

Gisting þessar nætur á Best Western Kampen hótelinu kostar rúmar 36 þúsund. Sjá hér.

2. London – 38.025 kr.

Jólagjafirnar finnast pottþétt í London en svo má líka gert margt annað í stórborginni en að þræða verslanir. Farið með WOW air dagana 28. nóvember til 2. desember kostar 38.025 krónur. Borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur (sjá hér).

Smelltu hér til að finna ódýrstu gistinguna í London.

3. Bergen – 38.050 kr.

Bæjarstæði Björgvinar er ákaflega fallegt og í hinum sjarmerandi húsum Hansakaupmannanna eru í dag skemmtilegar búðir og kaffihús. Farið út á fimmtudaginn í næstu viku og heim 2. desember kostar 38.050 með Icelandair.

Hið fjögurra stjörnu Neptun hótel er býður helmingsafslátt þessa sömu daga, sjá hér.

4. Kaupmannahöfn – 38.760 kr.

Julefrokost og jólamarkaðurinn í Tívolí er meðal þess sem hæst ber í Köben þessar vikurnar. Fljúgðu út á mánudaginn með WOW air og heim á föstudaginn fyrir 38.760 kr. Lesendur Túrista fá frían morgunmat í Kaupmannahöfn þegar þeir panta herbergi á First Hotel Esplanaden (sjá hér). Gisting þessa daga kostar innan við áttatíu þúsund krónur.

Fleiri hótel í Kaupmannahöfn finnur þú hér.

5. Helsinki – 39.610 kr.

Tilhugsunin um finnskt gufubað er ekki svo galin nú þegar kuldinn er farinn að segja til sín. Eftir baðið má svo kaupa múmínálfa og Marimekko í jólagjöf. Icelandair flýgur beint til Helsinki og dagana 30. nóvember til 3. desember kostar sætið 39.610 krónur.

Gistingin kostar 31 þúsund á Hotel Haaga, sjá hér.

NÝJAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Mynd: Visit London


Nýtt efni
MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …