Samfélagsmiðlar

Tengiflug gæti farið í súginn vegna verkfalls

Það stefnir í vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna í fyrramálið og flugferðum morgundagsins mun þá seinka um nokkra klukkutíma. Staða farþega sem eiga pantað framhaldsflug út í heimi síðar um daginn ræðst af því hvar og hvernig flugið var bókað.

Það eru tuttugu og níu brottfarir á dagskrá Keflavíkurflugvallar á morgun. Ef gert er ráð fyrir að átta af hverjum tíu sætum séu seld þá ætla um fjögur þúsund manns að fljúga héðan á morgun. Vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna milli klukkan fjögur og níu að morgni mun hins vegar seinka ferðum um þrjá til fjóra klukkutíma samkvæmt heimasíðu flugvallarins.

Þurfa að kaupa nýjan miða

Það er óhætt að fullyrða að í þessum fjögur þúsund manna hópi eru margir farþegar sem eiga pantað framhaldsflug út í heimi síðar um daginn. Réttarstaða þessa stóra hóps er mismunandi. Þeir sem eru með bæði flugin á einum miða eru á ábyrgð flugfélagsins eða ferðaskrifstofunnar þar sem miðinn var keyptur. Missi þeir af tengifluginu eiga þeir rétt á að komast á áfangastað án aukakostnaðar. Hins vegar er ólíklegt að viðkomandi eigi rétt á bótum vegna seinkunar þar sem verkfall telst til aðstæðna sem eru óviðráðanlegar.

Farþegar sem bókuðu flugin tvö í sitthvoru lagi eiga ekki rétt á nýjum miðum samkvæmt upplýsingaþjónustu flugfarþega sem Evrópuráðið starfrækir. Sömu reglur gilda vestanhafs samkvæmt því sem Túristi kemst næst.

Dæmi um ólíka stöðu farþega

Farþegi A bókar flug frá Keflavík til Madrídar, með millilendingu í Kaupmannahöfn, á einum miða hjá ferðaskrifstofu eða flugfélagi. Missi farþegi af framhaldsfluginu til Madrídar vegna langrar tafar á fluginu frá Íslandi á hann rétt á að honum verði komið áfram á áfangastað án aukakostnaðar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti viðkomandi einnig rétt á fébótum vegna seinkunarinnar en ekki þegar vinnudeila er ástæðan fyrir henni.

Farþegi B bókar flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar með áætlaðri komu í Kastrup um hádegisbil. Fjórum tímum síðar á viðkomandi bókað flug, á öðrum miða, frá Kaupmannahöfn til Madrídar. Vegna vinnudeilunnar í Keflavík missir farþeginn af tengifluginu. Í Kaupmannahöfn er viðkomandi á eigin vegum og þarf að kaupa nýjan miða til Madrídar. Það gæti þó hjálpað að hafa samband við flugfélagið sem fljúga á með frá Kaupmannahöfn og upplýsa um stöðuna. Flugfélaginu er þó ekki skilt að veita neinn afslátt eða sérþjónustu. Ferðatryggingar bæta ólíklega svona tjón.

Stéttarfélög flugvallastarfsmanna hafa einnið boðað vinnustöðvun 23. og 25. apríl næstkomandi náist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma.

BÍLALEIGUBÍLAR: BÓKAÐU Í DAG EN BORGAÐU SÍÐAR
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …