Samfélagsmiðlar

Fargjöldin ennþá á niðurleið

Fjölgun flugferða yfir Norður-Atlantshafið hefur neikvæð áhrif á verðþróunina hjá Norwegian. Það er vísbending um að sama sé upp á teningnum hjá Icelandair og WOW air.

norwegian velar860

Þotueldsneyti kostar meira en helmingi meira í dag en fyrir ári síðan og þrátt fyrir hversu þungt kaup á olíu vega í rekstri flugfélaga þá virðast fargjöldin ekki vera á uppleið. Alla vega ekki hjá Norwegian sem hefur, ásamt WOW air, leitt útrás evrópskra lággjaldaflugfélaga í áætlunarflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í september lækkuðu meðalfargjöldin hjá Norwegian um þrjú prósent samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Þetta er vísbending um hver þróunn hefur verið hjá WOW og jafnvel Icelandair líka. Í mánaðarlegum uppgjörum íslensku félaganna er þó ekki að finna neinar upplýsingar um verðþróun öfugt við það sem tíðkast hjá skandinavísku flugfélögunum SAS og Norwegian.

Annað flugfélag sem var að hasla sér völl í lággjaldaflugi yfir Atlantshafið var Primera air. Flugfélagið sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar fór hins vegar í þrot í byrjun vikunnar. Í tilkynningu sem stjórn flugfélagsins sendi frá sér kom einmitt fram að fargjaldaþróunn hefði verið óhagstæð á sama tíma og olíuverð fór hækkandi.

Þess má geta að forsvarsmenn Norwegian hafa viðurkennt að þeir hafi verið of seinir til að verja sig gagnvart hækkunum á olíuverði. WOW air er ennþá óvarið en félagið mun vera leggja drög að breyttri stefnu í þeim málum.

 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …