Samfélagsmiðlar

Samkomulag Isavia og WOW ekki lagt fyrir ríkisstjórn en ráðherrar upplýstir

Í vikunni tekur Landsdómur fyrir deilu Isavia og flugvélaleigunnar ALC um ábyrgðina á ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

„Forsætisráðherra var kunnugt um að Isavia taldi sig hafa ákveðnar tryggingar fyrir greiðslu notendagjalda á Keflavíkurflugvelli. Samkomulag Isavia og WOW air var ekki gert með vitneskju forsætisráðherra og var ekki lagt fyrir ríkisstjórn,“ segir í svari frá forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Túrista. Þar var spurt út í þá fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, þremur dögum fyrir gjaldþrot WOW air, að Isavia væri auðvitað með ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW. 
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Isavia gæti ekki krafið eigenda kyrrsettrar þotu á Keflavíkurflugvelli um greiðslu rúmlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air á Keflavíkurflugvelli. Landsdómur úrskurðar í málinu í lok vikunnar.

Isavia er opinbert hlutafélag og það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í fyrirtækinu. Í svari frá ráðuneytinu segir að Isavia hafi upplýst fjármála- og efnahagsráðuneytið um vanskil WOW með almennum hætti. Því er bætt við að ráðuneytið hafi ekki afskipti af viðskiptalegum ákvörðunum félaga í þess eigu og hefur af þeim sökum ekki beint neinum tilmælum til stjórnar Isavia um framangreint málefni.

Í viðtali við Mbl.is í byrjun mánaðar sagði Bjarni að honum þætti stjórn Isa­via hafa fært ágæt­is­rök fyr­ir því hvernig hún hélt á mál­um er varða ógreidd lend­ing­ar­gjöld WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli og benti á að óbein­ar tekj­ur af rekstri WOW air frá því flug­fé­lagið lenti í van­skil­um við Isa­via hafi numið „gríðarlega háum fjár­hæðum“. Starfandi forstjóri Isavia hefur einnig notað þessi rök og í svari Isavia segir að þarna sé verið að vísa í allar óflugtengdar tekjur sem koma til vegna farþega, t.d, vegna verslunar,  veitingasölu, bílastæðagjalda og tekjum af rútuferðum og bílaleigubílum.

Það fást hins vegar engin svör frá fjármálaráðuneytinu né Isavia þegar beðið er um mat á upphæð þessara miklu tekna sem farþegar WOW skiluðu Isavia með óbeinum hætti. Í nýbirtum ársreikningi Isavia kemur hins vegar fram að hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna. Þar með hefur hagnaður á hvern farþega numið rétt tæpum fimm hundruð krónum og ábati Isavia af farþegum WOW, allt árið í fyrra, var þá um 1,3 milljarður króna þegar búið að er taka tillit til tvítalningar tengifarþega.

Eins og gefur að skilja má gera alls kyns fyrirvara við útreikningana hér að ofan en réttlæting Isavia og fjármálaráðherra um miklar tekjur af farþegum WOW hefur líka verið gagnrýnd. Það gerði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, til að mynda í grein á Vísi í síðustu viku. Þar velti Þórir því til dæmis upp hvort stjórnendur Isavia séu í raun að staðfesta að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem í raun skilar hagnaði á Keflavíkurflugvelli á meðan almenn flugvallarþjónustan sé rekin með miklu tapi.

 

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …