Samfélagsmiðlar

Samkomulag Isavia og WOW ekki lagt fyrir ríkisstjórn en ráðherrar upplýstir

Í vikunni tekur Landsdómur fyrir deilu Isavia og flugvélaleigunnar ALC um ábyrgðina á ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

„Forsætisráðherra var kunnugt um að Isavia taldi sig hafa ákveðnar tryggingar fyrir greiðslu notendagjalda á Keflavíkurflugvelli. Samkomulag Isavia og WOW air var ekki gert með vitneskju forsætisráðherra og var ekki lagt fyrir ríkisstjórn,“ segir í svari frá forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Túrista. Þar var spurt út í þá fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, þremur dögum fyrir gjaldþrot WOW air, að Isavia væri auðvitað með ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW. 
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Isavia gæti ekki krafið eigenda kyrrsettrar þotu á Keflavíkurflugvelli um greiðslu rúmlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air á Keflavíkurflugvelli. Landsdómur úrskurðar í málinu í lok vikunnar.

Isavia er opinbert hlutafélag og það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í fyrirtækinu. Í svari frá ráðuneytinu segir að Isavia hafi upplýst fjármála- og efnahagsráðuneytið um vanskil WOW með almennum hætti. Því er bætt við að ráðuneytið hafi ekki afskipti af viðskiptalegum ákvörðunum félaga í þess eigu og hefur af þeim sökum ekki beint neinum tilmælum til stjórnar Isavia um framangreint málefni.

Í viðtali við Mbl.is í byrjun mánaðar sagði Bjarni að honum þætti stjórn Isa­via hafa fært ágæt­is­rök fyr­ir því hvernig hún hélt á mál­um er varða ógreidd lend­ing­ar­gjöld WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli og benti á að óbein­ar tekj­ur af rekstri WOW air frá því flug­fé­lagið lenti í van­skil­um við Isa­via hafi numið „gríðarlega háum fjár­hæðum“. Starfandi forstjóri Isavia hefur einnig notað þessi rök og í svari Isavia segir að þarna sé verið að vísa í allar óflugtengdar tekjur sem koma til vegna farþega, t.d, vegna verslunar,  veitingasölu, bílastæðagjalda og tekjum af rútuferðum og bílaleigubílum.

Það fást hins vegar engin svör frá fjármálaráðuneytinu né Isavia þegar beðið er um mat á upphæð þessara miklu tekna sem farþegar WOW skiluðu Isavia með óbeinum hætti. Í nýbirtum ársreikningi Isavia kemur hins vegar fram að hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna. Þar með hefur hagnaður á hvern farþega numið rétt tæpum fimm hundruð krónum og ábati Isavia af farþegum WOW, allt árið í fyrra, var þá um 1,3 milljarður króna þegar búið að er taka tillit til tvítalningar tengifarþega.

Eins og gefur að skilja má gera alls kyns fyrirvara við útreikningana hér að ofan en réttlæting Isavia og fjármálaráðherra um miklar tekjur af farþegum WOW hefur líka verið gagnrýnd. Það gerði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, til að mynda í grein á Vísi í síðustu viku. Þar velti Þórir því til dæmis upp hvort stjórnendur Isavia séu í raun að staðfesta að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem í raun skilar hagnaði á Keflavíkurflugvelli á meðan almenn flugvallarþjónustan sé rekin með miklu tapi.

 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …