Samfélagsmiðlar

Indigo og ALC orðuð við nýja Airbus þotu

Í dag kynnti Airbus til leiks langdrægari farþegaflugvél sem gæti nýst í beint flug frá Íslandi til nokkurra þeirra áfangastaða sem WOW air varð að nota breiðþotur í.

Hin nýja Airbus A321XLR.

Flugsýningin í París hófst í dag en hún er ein sú stærsta og fjölsóttasta í heimi. Í tilefni af opnun sýningarinnar svipti Airbus flugvélaframleiðandinn hulunni af nýjustu viðbótinni við A321 seríuna, Airbus A321XLR. Um er að ræða langdrægari og lengri þotur en Airbus A321neo en WOW air var fyrst evrópskra flugfélaga til að taka þess háttar þotu í gagnið, TF-SKY. Sú er í eigu bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem á kyrrsettu WOW flugvélina á Keflavíkurflugvelli.

Forsvarsmenn ALC voru jafnframt þeir fyrstu sem gengu frá pöntun á hinni nýju Airbus þotu í París í dag. Samtals undirritaði félagið viljayfirlýsingu um kaup á eitt hundrað Airbus þotum og þar af 27 af nýju gerðinni. Í tilkynningu frá Airbus segir að ráðgert sé að fyrstu þoturnar verði afhentar árið 2023 og munu þær geta flogið um 8700 kílómetra eða um tvö þúsund kílómetrum lengri leið en A321neo.

ALC er þó ekki eina fyrirtækið sem tengdist WOW air sem sýnir nýju þotunum áhuga. Stjórnendur Indigo Partners, sem lengi skoðuðu kaup á stórum hlut í íslenska lággjaldaflugfélaginu, eru sagðir vera að skoða hinar langdrægu þotunni sem getur flutt allt að 244 farþega.

Það þyrfti heldur ekki að koma á óvart ef forsvarsmenn Icelandair, sem líka íhuguðu kaup á WOW air, séu einnig að skoða hið nýja útspil frá Airbus í París. Í haust er nefnilega von á niðurstöðu á mati sérfræðinga félagsins um hvort semja eigi við Boeing eða Airbus um kaup á þotum sem leysa eiga af hólmi hinar ríflega tuttugu ára gömlu Boeing 757 þotur sem hafa verið uppistaðan í flota Icelandair um árabil. Drægni þeirra flugvéla er um 7200 km sem er aðeins minna en Airbus A321LR komast en þær komu á markað í lok síðasta árs.

Á skýringamynd sem Airbus birtir á heimasíðu sinni í dag er Reykjavík einn þeirra áfangastaða sem notaður er til að sýna drægni XLR þotanna og er þar miðað við flug héðan til Houston í Bandaríkjum og Dubaí. Og miðað við að þoturnar komast um 8700 kílómetra ættu þær einnig að drífa héðan til Kaliforníu og jafnvel Nýju-Delí en WOW air nýtti breiðþotur í flug sitt til indversku borgarinnar og Los Angeles og San Francisco. Rekstur á breiðþotum var hins vegar einn þeirra þátta sem urðu WOW air að falli líkt og fram hefur komið í máli Skúla Mogensen.

Eftir fjögur ár verður þó hægt að fljúga héðan til þessara borga á minni þotum og sú staðreynd ætti að ýta undir áhuga stjórnenda Icelandair á A321 XLR þotunni. En þá er spurning hversu fljótir þeir verða að leggja inn pöntun eða hvort þeir reyni frekar að leigja þotu af ALC. Í ljósi dómsmál þess fyrirtækis við Isavia er ekki víst að þess háttar leigusamningur sé mögulegur.

Skýringamynd: AIRBUS
Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …