Samfélagsmiðlar

Áfram mikið tap hjá Icelandair

Reksturinn batnaði á síðasta fjórðungi ársins hjá Icelandair en heildartapið jókst engu að síður. Skýringin liggur meðal annars í hinum kyrrsettu MAX þotum.

Hinar kyrrsettur MAX þotur Icelandairþ

Ekki sér fyrir endann á þeirri miklu ókyrrð sem ríkt hefur í íslenskum flugrekstri síðustu tvö ár eða svo. Það endurspeglast í uppgjöri sem Icelandair sendi frá sér nú í kvöld. Þar kemur fram að félagið tapaði 7,1 milljarði í fyrra. Það er aukning frá árinu 2018 þegar tapið nam 6,8 milljörðum kr. en félagið var rekið með hagnaði árin þar á undan. Jákvæðu fréttirnir fyrir hluthafa Icelandair eru þó að tapreksturinn á fjórða fjórðungi síðasta árs gekk betur en á sama tíma í fyrra og búist er við viðsnúningi í ár.

Skýringin á taprekstrinum árið 2018 var m.a. sögð hörð samkeppni, lág fargjöld og mikil hækkun eldsneytisverðs. Árið 2019 minnkaði samkeppnin verulega þegar horft er til flugs til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Icelandair hefur sótt fram á þeim markaði og flutti þannig fjórðungi fleiri ferðamenn til Íslands í fyrra. Aftur á móti fækkar tengifarþegum hratt en áfram er keppnin hörð um þá sem fljúga milli Norður-Ameríku og Evrópu þó hún hafi tekið breytingum. Þannig hafa meðalfargjöld Norwegian, sem hefur leitt fargjaldalækkunina í flugi yfir N-Atlantshaf, farið hækkandi síðustu mánuði.

Helsta skýringin á því að Icelandair náði ekki vopnum sínum á ný eftir fall WOW liggur væntanlega í MAX þotunum. Þær voru kyrrsettar um miðjan mars eftir tvö mannskæð flugslys en rekstur WOW stöðvaðist svo hálfum mánuði síðar.

„Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu. Árið í heild var krefjandi þar sem kyrrsetning MAX véla hafði fordæmalaus áhrif á rekstur Icelandair með töpuðum tekjum, auknum kostnaði og takmörkunum í nýtingu áhafna og flota félagsins. Með áherslu á aukna arðsemi leiðakerfisins og hagræðingu í rekstri náðist töluverður bati í undirliggjandi rekstri,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.

„Ég tel að með skýrri stefnu, sveigjanlegu leiðakerfi, sterkri fjárhagsstöðu og framúrskarandi starfsfólki, munum við ná markmiðum okkar um bætta arðsemi félagsins á árinu 2020 og styrkja þannig undirstöður félagsins enn frekar fyrir sjálfbæran og arðbæran vöxt til framtíðar,“ segir Bogi Nils.

Líkt og áður hefur komið fram voru bætur frá Boeing vegna MAX þotanna færðar sem tekjur og til lækkunar á kostnaði. Ekki liggur fyrir hversu há bótaupphæðin var og þar með er ómögulegt að reikna út hvernig farþegatekjur Icelandair hafa þróast.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …