Samfélagsmiðlar

Ísland gæti bæst við breska bannlistann í dag

Hröð fjölgun nýrra Covid-19 smita hér á landi gæti orðið til þess að Bretum verði ráðlagt frá ferðalögum til Íslands.

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Alla jafna er flogið héðan til nokkurra borga í Bretlandi. Nú takmarkast samgöngurnar við flugvellina í London.

Nú þegar fjöldi Covid-19 smita er á uppleið víðsvegar í Evrópu þá viðbúið að fleiri lönd bætist við lista breskra stjórnvalda yfir þau svæði sem þegnum landsins er ráðlagt að ferðast ekki til. Að sama skapi verða allir þeir sem koma frá þessum löndum að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands.

Í frétt Independet eru leiddar líkur að því að bæði Ísland og Danmörk bætist við bannlistann síðar í dag. Ástæðan er sú að fjöldi nýrra smita hér á landi og í Danmörku er komin langt yfir breska viðmiðið um tuttugu smit á hverja eitt hundrað þúsund íbúa.

Í Bretlandi er tíðni nýrra smita reyndar ennþá hærri eða fjörutíu og fjögur smit. Á Íslandi er talan komin upp í 69 og 63 í Danmörku segir í frétt Independent.

Grant Sharp, samgönguráðherra Bretlands, hefur tilkynnt um breytingar á þessum svokallaða „no-go“ lista á fimmtudögum og þá hafa Bretar aðeins nokkra daga til að koma sér heim til að sleppa við sóttkví. Það hefur valdið umtalsverðri hækkun á fargjöldum frá viðkomandi löndum, þ.e. var til að mynda raunin þegar Króatía og Portúgal fóru á listann.

Ekki er að sjá að þess háttar verðhækkanir hafi orðið í flugi frá Keflavíkurflugvelli til Bretlands. Þannig kostar flugmiði með easyJet héðan á morgun til London rétt um fimmtán þúsund krónur. Næsta ferð Icelandair til bresku höfuðborgarinnar er ekki á dagskrá fyrr en á sunnudag og farið er á 37.045 krónur.

Nú er að sjá hvort Icelandair bæti við ferð til Lundúna á morgun eða hinn ef Ísland endar á bannlista Breta síðar í dag. Aftur á móti gæti staðan verið sú að á Íslandi séu einfaldlega ekki margir sem þurfa til Bretlands á næstunni. Allt frá því að krafa var gerð hér á landi um að allir færu í sóttkví við komuna til landsins hefur flugumferðin nefnilega snarminnkað.

Kæri lesendi, á næstu dögum verður Túrista læst að hluta. Þar með verður þorri greinanna sem hér birtast aðeins aðgengilegur áskrifendum. Þetta er sú leið sem fjöldi netmiðla út í heimi hefur farið og sérstaklega þeir sérhæfðu eins og Túristi sannarlega er. Tekjur af auglýsingasölu duga einfaldlega ekki lengurNánari upplýsingar um fyrirkomulagið verða birtar innan skamms.

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …