Samfélagsmiðlar

Staða flugfélags Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum snúin

Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja segir viðræður um stöðu Cabo Verde Airlines snúnar. Undir það tekur forstjóri félagsins.

Boeing 757 þotur Cabo Verde Airlines hafa nánast staðið óhreyfðar síðustu sex mánuði enda hefur nærri allt flug, til og frá Grænhöfðaeyjum, legið niðri síðan Covid-19 faraldurinn hófst. Stuttu áður var reyndar hafin vinna við fjárhagslega endurskipulagningu flugfélagsins sem er að meirihluta í eigu Íslendinga.

Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er þannig næst stærsti hluthafinn með 36 prósent hlut en stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum eiga 39 prósent. Staða flugfélagsins í dag er að mati forsætisráðherra eyjaklasans álíka erfið og annarra flugfélaga í heiminum. Hann fullyrðir þó, í viðtali við fréttasíðuna Lusa, að flugfélagið muni halda áfram rekstri en viðurkennir að viðræður um opinberan stuðning við félagið séu snúnar.

Undir það tekur Erlendur Svavarsson, fortjóri Cabo Verde Airlines, í svari til Túrista. Hann segir viðræður hluthafa ennþá standa yfir og ekkert enn fast í hendi.

Erlendur bendir á að Grænhöfðaeyjar sé ennþá að mestu lokaðar og aðeins leyfð fjögur flug í viku til Lissabon. Þær ferðir eru á vegum portúgalska flugfélagsins TAP og eru farþegar fáir í hverri ferð að sögn Erlends.

„Nýgengi Covid smita er enn hátt á Cabo Verde og því mikil óvissa um hvenær unnt verður að opna fyrir ferðamannastrauminn aftur. Á meðan þessi staða er uppi mun flugfélagið bíða átekta og halda áfram að vinna með hagaðilum að næstu skrefum til þess að unnt verði að hefja flug að nýju, þegar ytri aðstæður leyfa,“ segir Erlendur.

Þess má geta að Icelandair Group færði niður eignarhlut sinn í Cabo Verde Airlines að fullu á síðasta ári. Íslenskir fjárfestar, þar á meðal Björgólfur Jóhannsson fyrrum forstjóri samsteypunnar, eiga fimmtán prósent hlut flugfélaginu og starfsmenn þess fara með tíund.

Kæri lesendi, á næstu dögum verður Túrista læst að hluta. Þar með verður þorri greinanna sem hér birtast aðeins aðgengilegur áskrifendum. Þetta er sú leið sem fjöldi netmiðla út í heimi hefur farið og sérstaklega þeir sérhæfðu eins og Túristi sannarlega er. Tekjur af auglýsingasölu duga einfaldlega ekki lengurNánari upplýsingar um fyrirkomulagið verða birtar innan skamms.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …