Samfélagsmiðlar

„Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur“

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia.

Leita verður leiða til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar segir í nýrri úttekt OECD á rekstri Isavia og kynnt var í vikunni. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir gott að fá utanaðkomandi sýn á flugvöllinn, ábendingar og skapa umræðu. Hann getur þó ekki tekið undir með ályktun OECD um skort á samkeppni eða hæfni til að takast á við hana.

„Við þurfum að vera samkeppnishæfur flugvöllur og teljum okkur vera það. Þegar við horfum til baka til síðustu fimm ára þá erum við ótrúlega stolt yfir árangrinum. Um þrjátíu flugfélög nýttu Keflavíkurflugvöll í fyrra og það er fátítt að félög hætti flugi hingað. Algengara er að þau bæti við ferðum og áfangastöðum. Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur. Einnig sem tengistöð á Norður-Atlantshafinu en þar ætlum við okkur að sækja fram og eigum í samkeppni við flugvelli eins og í Kaupmannahöfn, Dublin og Helsinki á þeim markaði.“

Vetrargjaldskráin með þeim lægri í Evrópu

Tekjur Keflavíkurflugvallar, á hvern farþega, hafi verið um sextíu prósent hærri en almennt gerist á evrópskum flugvöllum samkvæmt úttekt OECD. Spurður um þessar háu tekjur þá bendir Guðmundur Daði á að sumargjaldskrá Keflavíkurflugvallar sé tiltölulega há og sérfræðingar OECD hafi eingöngu tekið hana með í útreikninga sína.

„Verðskráin yfir veturinn er aftur á móti ein sú ódýrasta í Evrópu og þá töluvert lægri en til að mynda í Kaupmannahöfn, Alicante og Dusseldorf svo dæmi séu tekin. Það hefur líka verið stefna stjórnvalda að gera ferðaþjónustuna að heilsárs atvinnugrein og þetta er liður í því og hefur skilað árangri. Fyrir tíu árum flugu þrjú flugfélög allt árið um kring frá Keflavíkurflugvelli en þau voru orðin þrettán.“

Óljóst hvort tekjur af verslunarrekstri eru teknar með

Guðmundur Daði bendir á að Isavia ekki hafa allar þær forsendur sem skýrsla OECD byggir á. Hann spyr sig til að mynda hvort sérfræðingar eftirlitsstofnunarinnar taki tekjur af verslunarrekstri og jafnvel tekjur og kostnað af flugleiðsögu inn í jöfnuna þegar tekjur á hvern farþega er reiknaðar.

„Það væri óvenjulegt því við aðskiljum þessa þætti í starfseminni. Í skýrslu OECD segir líka að flugvöllurinn eigi að vera með tvíhliða verðskrá (e. dual till) og það erum við með. Reglugerðin sem er í gildi hér á landi segir að gjaldskráin gagnvart flugfélögunum verði að vera gagnsæ og byggjast á raunkostnaði við að reka flugtengda innviði. Þessi verðskrá er undir eftirliti og reglugerðin felur líka í sér málskottrétt til Samgöngustofu og þangað hefur stöku málum verið skotið síðastliðinn áratug.“

Launakostnaður er hátt hlutfall af heildinni

OECD staldrar ekki bara við samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar og háar farþegatekjur í úttekt sinni á starfsemi Isavia. Þar er einnig fullyrt að Keflavíkurflugvöllur sé einn óhagkvæmasti og dýrasti flugvöllur Evrópu. Hér spyr Guðmundur Daði sig jafnframt hvort aðeins hafi verið horft til Keflavíkurflugvallar eða allrar starfsemi Isavia.

Hann bendir jafnframt á að launakostnaður sé um tveir þriðju af öllum kostnaði Keflavíkurflugvallar. „Ísland er hálaunaland en reksturinn hefur verið arðbær fyrir eigandann þó arðurinn fari í uppbyggingu flugvallarsvæðisins.“

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …

Eftir því var tekið þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi lýsti undrun sinni á því, í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 á dögunum, að hann hefði aldrei verið spurður af neinum fjölmiðli út í viðhorf sín til umhverfismála. Þau væru jú einhvers stærstu mál samtímans. Hins vegar væri endalaust verið að tala um málskotsréttinn, sem forsetar beittu …

Ferðaþjónusta verður ein af þeim atvinnugreinum sem halda munu uppi norsku efnahagslífi þegar dregur úr vægi olíuvinnslu að mati Cecilie Myrseth, nýs viðskiptaráðherra Noregs. Hún segir ríkisstjórnina eiga að setja atvinnugreinina í forgang og fylgja þeim ráðum útflutningsráðs landsins að setja fókusinn á ferðamenn með „þykk veski." „Markmiðið á að vera að auka verðmætasköpunina í …

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …