Samfélagsmiðlar

Markaðsvirðið komið í 8,3 milljarða

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play og fyrrum stjórnarformaður. Einar Örn tók þátt í hlutafjárútboðinu, bæði í gegnum eigið félag og eins einkahlutafélag sem hann á með fjölskyldu Ingimundar Sveinssonar arkitekts.

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Play hafa nú fengið hluti sína afhenta og þar með ríflega tvöfaldaðist fjöldi útgefinna hluta í flugfélaginu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Um leið fór markaðsvirði félagsins úr 3,9 milljörðum í 8,5 milljarða.

Í hlutafjárútboðinu var hver hlutur seldur á 4,5 krónur og markaðsgengi gömlu bréfanna var það sama þegar Kauphöllinni lokaði í síðustu viku. Í fyrstu viðskiptunum í dag lækkaði gengi um 2,2 prósent vegna viðskipta upp á 519 þúsund kr. Um leið fór markaðsvirðið niður um 200 milljónir og er því núna 8,3 milljarðar króna.

Velta með bréf í Play hefur verið mjög lítil síðustu vikur en tilkynnt var um ný yfirstaðið hlutafjárútboð í byrjun febrúar. Gera má ráð fyrir að listi yfir 20 stærstu hlutahafa Play hafi tekið nokkrum breytingum vegna hlutafjáraukningarinnar en Play hefur ekki birt uppfærðan lista.

Líkt og FF7 hefur áður fjallað um þá tók stærsti hluthafinn í Play ekki þátt í hlutafjárútboðinu með beinum hætti.

Með hlutafjáraukningunni þá hefur bilið á milli markaðsvirðis Icelandair og Play minnkað umtalsvert. Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 22 prósent það sem af er ári og hefur það ekki verið lægra síðan í nóvember árið 2020.

FYRIR 70 KRÓNUR Á DAG FÆRÐU AÐGANG AÐ ÖLLUM GREINUM FF7 Í HEILT ÁR

Nýtt efni

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …

Kanadíska flugfélagið Westjet fór jómfrúarferð sína hingað til lands í gær frá Calgary í Alberta-fylki. Ætlunin er að fljúga þessa ferð fjórum sinnum í viku og fram til 13. október. Aldrei áður hefur áætlunarflug milli Íslands og Calgary verið í boði en Icelandair hélt lengi út flugi til Edmonton sem einnig er í Alberta. Westjet …

Stjórnendur Icelandair gera ráð fyrir auknum hagnaði í ár og byggir sú spá meðal annars á því að meðalverð á þotueldsneyti verði 840 dollarar á tonnið út árið. Í dag kostar tonnið um 800 dollara eftir að hafa lækkað meira en tíund sl. mánuð. Á sama tíma í fyrra var verðið um 700 dollarar á …

René Redzepi og félagar sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir að veitingastaðnum Noma verði lokað í núverandi mynd í lok ársins. Matarrannsóknarstofan Noma 3.0 er í bígerð, þar sem veitingahúsastimpillinn verður skilinn eftir og upplifun, uppgötvanir og þróun verða í öndvegi. Rannsóknaverkefnið Noma 3.0 - MYND: Heimasíða NomaMarga rak í rogastans þegar fréttist að Noma …

Tekjur ferðaþjónustufyrirtækja námu 110 milljörðum fyrstu tvo mánuði ársins sem er viðbót um tíu milljarða frá sama tímabili í fyrra. Verðbólga mældist nærri sjö prósent á milli ára en hlutfallslega jukust umsvifin í atvinnugreininni í takt við fjölgun erlendra ferðamanna eða um tíund. Hafa ber í huga að viðskipti Íslendinga við ferðaþjónustufyrirtæki eru meðtalin í …

Danski bærinn Kalundborg er á vesturströnd Sjálands, um 100 km vestur af Kaupmannahöfn. Íbúarnir eru nú um það bil 20.000. Fyrir mörgum árum var bærinn þekktastur fyrir verksmiðju sem framleiddi Carmen-rúllur. Carmen-verksmiðjan var stofnuð árið 1963 og hafði í upphafi sex starfsmenn á launaskrá. Uppúr 1970 urðu Carmen-rúllur skyndilega algjör metsöluvara og voru hárrúllurnar svo …

Þegar ferðamannastraumurinn til Íslands jókst til muna fyrir rúmum áratug reyndi á ýmsa innviði en líka viðkvæma náttúru landsins – helsta aðdráttaraflið. Það átti auðvitað ekki að koma á óvart að vaxandi umferð reyndi á þolmörk en engu að síður er eins og við séum ævinlega einhverjum skrefum á eftir þróuninni. Við bregðumst við í …