Samfélagsmiðlar

Hafa þjóðnýtt flugfélagið á Grænhöfðaeyjum

Cabo Verde Airlines hefur notað gamlar þotur frá Icelandair og Loftleiðum í reksturinn.

Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum hafa tekið yfir hlut íslenskra hlutahafa, þar á meðal dótturfélags Icelandair Group, í flugfélaginu Cabo Verde Airlines.

Þjóðnýtingin kemur í kjölfar lagasetningar sem samþykkt var á þingi Grænhöfðaeyja í síðustu vikur. Forsætisráðherra landsins hafði áður viðrað hugmyndir um að taka flugfélagið yfir ef núverandi hluthafar myndu ekki leggja fé í upprisu félagsins. Starfsemi þess hefur legið niðri síðan heimsfaraldurinn hófst í mars í fyrra og fjárþörfin er því töluverð.

Það hefur hins vegar legið fyrir að Icelandair Group, sem á 36 prósent í flugfélaginu í gegnum dótturfélag Loftleiða, ætlaði ekki að setja aukið fjármagn í reksturinn. En eignarhluturinn í Cabo Verde Airlines hefur verið afskrifaður í bókum íslensku samsteypunnar.

Þessi 36 prósent hlutur var keyptur í ársbyrjun 2019 og samhliða þeim viðskiptum þá keypti hópur íslenskra fjárfesta, þar á meðal Björgólfur Jóhannsson fyrrum forstjóri Icelandair samsteypunnar, fimmtán prósent í flugfélaginu. Björgólfur varð í kjölfarið stjórnarformaður Cabo Verde Airlines.

Líkt og fram kom hér á síðum Túrista í byrjun mánaðar þá höfðu ráðamenn á Grænhöfðaeyjum einnig rætt um að kaupa hlut Íslendinganna í Cabo Verde Airlines en af því varð ekki.

Túristi mun birta viðbrögð við þessari stöðu sem komin er upp þegar svör berast frá íslensku hluthöfunum og stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum.

Nýtt efni

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …

Útlendingar bókuðu 1 prósent fleiri nætur á íslenskum gististöðum í síðastliðnum mars og þeir gerðu á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aftur á móti fjölgaði erlendum brottfararfarþegum um nærri 8 prósent samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þar með fór meðaldvölin úr 3,2 nóttum niður í þrjár en hafa ber í huga að vísbendingar eru …

Það sem af er ári hafa 117 nýir bílar frá Tesla komið á götuna hér á landi en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru þeir 660 samkvæmt Samgöngustofu. Samdrátturinn nemur 82 prósentum en til samanburðar hefur nýskráðum rafbílum hér á landi fækkað um 74 prósent á milli ára. Af þessum 117 nýju Tesla bílum hér …