Samfélagsmiðlar

Ódýrari herbergi en í London en mun dýrari en hjá nágrönnunum

Tveggja manna herbergi á Edition hótelinu í Reykjavík

Marriott hótelkeðjan hefur opnað fimm Edition hótel í Evrópu og þar af eitt við Hörpu í Reykjavík. Það er jafnframt fyrsta fimm stjörnu hótelið í höfuðborginni.

Og þeir sem bóka í dag gistingu á hótelinu frá fimmtudegi til sunnudags í maí borga að lágmarki 64 til 71 þúsund krónur á nótt fyrir tveggja manna herbergi með morgunmat samkvæmt athugun Túrista. Í júní hækkar verðið og er að lágmarki 92 þúsund krónur en þá er morgunmaturinn ekki lengur innifalinn.

Prísinn fer reyndar upp um fimmtung ef gestirnir gista aðeins í tvær nætur en lækkar um tíu þúsund krónur á nótt ef dvölin er lengd upp í 6 nætur.

Verðlagið á Edition hótelinu í Reykjavík er nokkuð hærra en á gististöðum hótelkeðjunnar á Spáni eins og sjá má hér fyrir neðan. Aftur á móti er gistingin hjá Edition í London og Bodrum í Tyrklandi mun dýrari. Þau tvö hótel hafa líka verið opin í lengri tíma en hin og bókunarstaðan því væntanlega mun betri.

Sem fyrr segir er hótelið við Hörpu eina fimm stjörnu hótelið í Reykjavík og þeir sem ætla að gista þar í sumar borga nokkru meira en gestir hótelanna sem áður voru þau fínustu í miðborginni. Samkvæmt lauslegri könnun Túrista kosta tveggja manna herbergi á þeim hótelum á bilinu 45 til 65 þúsund krónur í sumar.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …