Samfélagsmiðlar

Engin áform um að fjölga ferðum til Íslands í vetur þó flestar séu nú þegar uppseldar

Fyrir heimsfaraldur var Norwegian það flugfélag sem flaug flestum milli Íslands og Spánar en norska félagið hefur líka haldið úti Íslandsflugi frá Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu og auðvitað Noregi.

Núna takmarkast umsvif Norwegian á Keflavíkurflugvelli við tvær ferðir í viku frá Ósló en líkt og Túristi greindi frá í vor þá seldust upp margar brottfarir í júní upp með löngum fyrirvara. Og núna eru engin laus sæti í 17 af 28 ferðum Norwegian frá Keflavíkurflugvelli á tímabilinu nóvember til febrúar næstkomandi samkvæmt bókunarsíðu flugfélagsins.

Það er mjög óvenjulegt að flugfélag selji öll sætin sín með svona löngum fyrirvara og því vaknar sú spurning hvort Norwegian ætli í raun að halda úti Íslandsflugi yfir háveturinn.

„Við fljúgum milli Óslóar og Reykjavíkur alla fimmtudaga og sunnudaga og munu halda því áfram í vetur. Það er rétt að fjöldi brottfara til og frá Reykjavík er fullbókaðar í vetur en það er eingöngu vegna þess að Ísland er mjög vinsæll áfangastaður,“ segir talskona Norwegian í svari til Túrista.

Spurð hvort ætlunin sé að bæta við ferðum til Íslands frá Ósló eða hefja flug hingað frá Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi þá segir talskona Norwegian að á þessari stundu séu engin áform um slíkt.

Auk Norwegian þá bjóða bæði Icelandair og SAS upp á áætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og Óslóar. Framboðið hjá þeim báðum er mun meira en hjá Norwegian.

Nýtt efni

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …

Útlendingar bókuðu 1 prósent fleiri nætur á íslenskum gististöðum í síðastliðnum mars og þeir gerðu á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aftur á móti fjölgaði erlendum brottfararfarþegum um nærri 8 prósent samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þar með fór meðaldvölin úr 3,2 nóttum niður í þrjár en hafa ber í huga að vísbendingar eru …

Það sem af er ári hafa 117 nýir bílar frá Tesla komið á götuna hér á landi en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru þeir 660 samkvæmt Samgöngustofu. Samdrátturinn nemur 82 prósentum en til samanburðar hefur nýskráðum rafbílum hér á landi fækkað um 74 prósent á milli ára. Af þessum 117 nýju Tesla bílum hér …

Heimsferðir, Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir hafa gengið frá samningi við Neos flugfélagið um leiguflug til allra áfangastaða ferðaskrifstofanna í sumar og fram á næsta ár. Þetta ítalska flugfélagið hefur um árabil flogið farþegum ferðaskrifstofanna út í heim. Í tilkynningu segir að ný flugvél með þráðlausu neti verði nýtt í ferðirnar og flugtímarnir séu miðaðir …

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Play hafa nú fengið hluti sína afhenta og þar með ríflega tvöfaldaðist fjöldi útgefinna hluta í flugfélaginu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Um leið fór markaðsvirði félagsins úr 3,9 milljörðum í 8,5 milljarða. Í hlutafjárútboðinu var hver hlutur seldur á 4,5 krónur og markaðsgengi gömlu bréfanna var það …

MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …