Samfélagsmiðlar

Gera nýjan samning um leiguflug

Boeing Max þota ítalska flugfélagsins Neos. MYND: AÐSEND


Heimsferðir, Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir hafa gengið frá samningi við Neos flugfélagið um leiguflug til allra áfangastaða ferðaskrifstofanna í sumar og fram á næsta ár. Þetta ítalska flugfélagið hefur um árabil flogið farþegum ferðaskrifstofanna út í heim.

Í tilkynningu segir að ný flugvél með þráðlausu neti verði nýtt í ferðirnar og flugtímarnir séu miðaðir við fjölskyldur. „Allir flugtímar miða að því að gera sólarfríið eins fjölskylduvænt og hugsast getur. Brottfarir frá Keflavík eru klukkan níu að morgni og því lent í dagsbirtu á áfangastað. Heimflugin eru sömuleiðis miðuð að því að gera heimferðina þægilega fyrir fjölskyldur,“ segir í tilkynningu.

Ferðaskrifstofurnar bjóða í vor og sumar upp á reglulegar ferðir til Alicante, Almeria, Krítar, Verona og Tenerife. Þá verður einnig flogið til Zagreb, Split og Portúgal. Í haust bætast við áfangastaðir eins og Sikiley og Lecce á Ítalíu, Budva í Svartfjallalandi, Punta Cana í Karabíska hafinu og Kanarí.

Ferðaskrifstofurnar munu einnig bjóða upp á ferðir frá Akureyri til Tenerife, Alicante og Calarbria á Ítalíu. Frá Egilsstöðum verður á boðstólum borgarferð til Verona.

Það verða ekki aðeins íslenskir ferðamenn í þotum Neos því til stendur að selja tvö þúsund flugsæti hingað til lands til ítalskra ferðaskrifstofa og mun Alpitours, stærsta ferðaskrifstofa Ítalíu, sjá um söluna.

Nýtt efni

René Redzepi og félagar sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir að veitingastaðnum Noma verði lokað í núverandi mynd í lok ársins. Matarrannsóknarstofan Noma 3.0 er í bígerð, þar sem veitingahúsastimpillinn verður skilinn eftir og upplifun, uppgötvanir og þróun verða í öndvegi. Rannsóknaverkefnið Noma 3.0 - MYND: Heimasíða NomaMarga rak í rogastans þegar fréttist að Noma …

Tekjur ferðaþjónustufyrirtækja námu 110 milljörðum fyrstu tvo mánuði ársins sem er viðbót um tíu milljarða frá sama tímabili í fyrra. Verðbólga mældist nærri sjö prósent á milli ára en hlutfallslega jukust umsvifin í atvinnugreininni í takt við fjölgun erlendra ferðamanna eða um tíund. Hafa ber í huga að viðskipti Íslendinga við ferðaþjónustufyrirtæki eru meðtalin í …

Danski bærinn Kalundborg er á vesturströnd Sjálands, um 100 km vestur af Kaupmannahöfn. Íbúarnir eru nú um það bil 20.000. Fyrir mörgum árum var bærinn þekktastur fyrir verksmiðju sem framleiddi Carmen-rúllur. Carmen-verksmiðjan var stofnuð árið 1963 og hafði í upphafi sex starfsmenn á launaskrá. Uppúr 1970 urðu Carmen-rúllur skyndilega algjör metsöluvara og voru hárrúllurnar svo …

Þegar ferðamannastraumurinn til Íslands jókst til muna fyrir rúmum áratug reyndi á ýmsa innviði en líka viðkvæma náttúru landsins – helsta aðdráttaraflið. Það átti auðvitað ekki að koma á óvart að vaxandi umferð reyndi á þolmörk en engu að síður er eins og við séum ævinlega einhverjum skrefum á eftir þróuninni. Við bregðumst við í …

Tvöfalt fleiri farþegar, einingatekjurnar upp en einingakostnaðurinn niður, meðalfargjaldið hækkar um helming og hliðartekjurnar líka. Framfarirnar í rekstri Norse Atlantic, norska lágfargjaldafélagsins sem hóf flug í heimsfaraldrinum, eru töluverðar en áfram er tapið mikið. Það sýnir nýtt uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung en sá er erfiður fyrir flugfélög í okkar heimshluta sem þurfa því hagnast vel …

Allt bendir til að 2024 verði sögulegt ár í ferðaþjónustu í Portúgal og fyrri met verði slegin hvað varðar tekjur og fjölda starfa í greininni. Fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða ferðamálaráðsins (WTTC), sem unnin er í samvinnu við Oxford Economics, að vænta megi þess að tekjur af ferðaþjónustu í landinu fari yfir 54 milljarða …

Við þekkjum öll hversu mikið af plasti hleðst upp á venjulega heimili á einni viku. Grænmetinu er pakkað í veglegar plastumbúðir og sama er að segja um skyr og jógúrt, ýmsar kornvörur, kex - og svo auðvitað umbúðir utan af sjampói og tannkremi og fleiri snyrtivörum. Allt plast af ýmsum gerðum. Eitt er að flokka, …

„Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í tilkynningu en í dag hefst almennt útboð á hlutabréfum félagsins. Ólafur D. Torfason, stofnandi …