Samfélagsmiðlar

Ryanair skilar hagnaði en Covid setur svip á horfurnar

Hið írska Ryanair hagnaðist um 170 milljónir evra, um 24 milljarða króna, á tímabilinu apríl til júní í ár. Þetta kemur fram í uppgjöri sem birt var fyrr í dag. Eins og gefur að skilja er þetta mikil framför frá því sem verið hefur síðustu misseri því heimsfaraldurinn olli miklu tekjutapi hjá Ryanair og öllum öðrum flugfélögum.

Stjórnendur þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu telja líka of snemmt að útiloka að kórónuveiran muni ekki aftur hafa lamandi áhrif á reksturinn. Þeir segjast þó binda vonir við að hátt hlutfall bólusettra Evrópubúa verði til þess að flugfélög og ferðaþjónustan nái fullum bata. Hættan á að ný afbrigði Covid muni hafa áhrif á reksturinn í haust sé ennþá fyrir hendi.

„Reynsla okkar af ómíkrón síðastliðinn nóvember og innrásinni í Úkraínu í febrúar sýnir okkur að fluggeirinn er ennþá mjög viðkvæmur,“ segir í tilkynningunni.

Nýtt efni

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti fyrst í Play í desember í fyrra og jók svo hlutinn í febrúar sl. og komst þá á lista yfir 20 stærstu hluthafana. Í lok febrúar nam hlutur sjóðsins 1,8 prósentum og markaðsvirði hans var þá rétt um 70 milljónir króna. Gengi Play hafði reyndar lækkað umtalsvert í febrúar því eftir að …

Það hafa almennt verið taldar góðar horfur í útgerð skemmtiferðaskipa í heiminum en afkomutölur móðurfélags Norwegian Cruise Line (NCLH) eftir fyrsta ársfjórðung varpa nokkrum skugga þar á. Tekjur voru minni en vænst hafði verið og leiddi birting talnanna til 12 prósenta lækkunar á verði hlutabréfa. Enn skilar reksturinn þó hagnaði. Bjartsýni útgerða skemmtiferðaskipanna hefur byggst …

Lágt gengi japanska jensins og brottnám ferðahindrana eftir heimsfaraldurinn eru meginskýringar á því að 60 prósentum fleiri norrænir ferðamenn héldu til Japans á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Margir eru auðvitað áhugasamir um að kynnast menningu, lífsháttum og náttúru í þessum fjarlæga landi og nýta sér þess vegna þau hagstæðu kjör …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Það söfnuðust 4,6 milljarðar í hlutafjárútboði Play sem efnt var til í kjölfar birtingu ársuppgjörs félagsins í byrjun febrúar. Nú liggur nýr hluthafalisti fyrir og samkvæmt honum þá er lífeyrissjóðurinn Birta orðinn stærsti hluthafinn með 8,78 prósent hlut. Þar á eftir kemur fjárfestingafélagið Stoðir með 5,82 prósent og svo eignhaldsfélagið Fea sem er í eigu …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …