Samfélagsmiðlar

Kallar eftir mati á skekkjunni í kortaveltutölunum

Notkun erlendra greiðslukorta er ein helsta mælistikan á gang mála í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa hins vegar fært viðskipti sín til erlendra færsluhirða og fleiri íhuga þann kost.

Skemmtiferðaskip á Akureyri

Ferðamanna á Akureyri.

Á sama tíma og notkun erlendra greiðslukorta eykst hjá bílaleigum, hótelum og veitingastöðum þá dregst hún saman hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Í nýliðnum júní nam samdrátturinn 1,3 milljarði króna eða nærri þriðjungi í samanburði við júní árið 2019.

Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en þar er erlend kortavelta hjá íslenskum ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum, bátaleigum og markaðssetningarfyrirtækjum sett undir hattinn „Ýmis ferðaþjónusta“ og hefur vægi flokksins minnkað hratt. Í júní 2019 var hlutdeildin 17 prósent af allri erlendri kortaveltu hér á landi en í nýliðnum júní var hluturinn rétt um tíund.

Skýringin liggur ekki aðeins í verðlagningu og stöðu krónunnar heldur aðallega í þeirri staðreynd að umsvifamikil ferðaþjónustufyrirtæki hafa fært viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum til erlendra. Og fleiri íhuga að gera slíkt hið sama líkt og Túristi hefur greint frá.

Tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar byggja hins vegar eingöngu á upplýsingum frá Valitor, SaltPay, Rapyd og Netgíró. Á þetta er bent í gagnasafni rannsóknarsetursins en ekki í þeim tilkynningum sem sendar eru fjölmiðlum.

„Það ætti að koma skýrt fram að gögnin ná ekki til allrar kortaveltu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja heldur aðeins þeirra sem skipta við íslenska færsluhirða. Um leið þyrfti að leggja mat á hvað vanti upp á. Erum við þar að tala um 10 eða 20 prósent?,” segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, aðspurður um stöðuna.

Upplýsingar um kortaveltu hafa lengi verið ein helsta mælistikan á gang mála í ferðaþjónustunni og í ársbyrjun gerði ráðherra ferðamála tveggja ára þjónustusamning við Rannsóknarsetur verslunarinnar. Í tilkynningu sagði að sérstök áhersla yrði lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi.

Í ljósi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafa nú þegar flutt kortaviðskipti sín til útlanda og fleiri íhuga að fara sömu leið þá má ljóst vera að upplýsingarnar sem fást úr núverandi gagnasafni verða takmarkaðri en áður var.

Hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar er því unnið að því að fá upplýsingar um kortaveltu frá erlendum færsluhirðum og Skarphéðinn ferðamálastjóri segir mikilvægt að fá þær tölur inn í gagngrunninn. Hann efast þó um að það verði einfalt að fá þessar upplýsingar frá útlöndum.

Skarphéðinn bendir líka á annan annmarka við kortatölur Rannsóknarseturs verslunarinnar og það er sú staðreynd að erlend kortaviðskipti í íslenskum netverslunum er hluti af þeirri tölu sem eignuð er erlendum ferðamönnum. Jafnvel þó þarna séu í raun aðeins útlendingar að versla heiman frá sér við íslenskar netverslanir. Þessi velta fer undir flokkinn „Önnur verslun“ og nam veltan í honum um 1,2 milljörðum króna í júní. Hversu stór hluti af upphæðinni tengist netverslun er þó ekki vitað líkt og Túristi hefur áður fjallað um.  

Á það hefur einnig verið bent hjá forsvarsfólki íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn nota greiðslukort í meira mæli en áður, til að mynda á kostnað bankamillifærslna. Þar með ætti því að fara varlega í að fullyrða að hver og einn ferðamaður eyði meiru í dag en áður líkt og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda Grayline, fjallaði um hér á síðunni.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …