Samfélagsmiðlar

Katarar í hefndarhug

Samgönguyfirvöld í London neita að birta auglýsingar um ferðir til Katar, sem birta átti í strætisvögnum, leigubílum og neðanjarðarlestum. Katarar eru sármóðgaðir og hóta að endurmeta viðamiklar fjárfestingar sínar í borginni. Meðal eigna Katara er fimmtungshlutur í Heathrow-flugvelli.

Katar ætlaði að heilla heimsbyggðina með því að halda HM í fótbolta karla 2022. Olíuríkið við Persaflóa hefur hinsvegar sætt mikilli og vaxandi gagnrýni fyrir frammistöðuna í hlutverki gestgjafans. Ekki var á það bætandi. Meðferð Katara á farandverkamönnum sem unnu að umfangsmikilli mannvirkjagerð fyrir mótið hefur víða verið fordæmd. HM hófst engu að síður á tilætluðum tíma. Síðan hafa hrannast upp óveðursský víða. Margir vilja nú refsa Katörum eða láta þá ekki komast upp með að fegra ímynd sína fyrir augum almennings.

london David Dibert
Strætisvagnar á Westminster-brúnni

Meðal þeirra sem nú setja Katörum stólinn fyrir dyrnar er TfL, fyrirtækið sem rekur almenningssamgöngur í London (Transport for London). Í forsæti fyrirtækisins er Sadiq Khan, borgarstjóri. Hann kom þeim skilaboðum áleiðis til ferðamálayfirvalda í Katar og Q22, sem hefur yfirumsjón með HM, að auglýsingarnar yrði ekki birtar vegna afstöðu Katara til réttinda LGBT-fólks og meðferðar á farandverkamönnum. Afstaða TfL er klár: Auglýsingar sem lýsa Katar sem eftirsóknarverðum áfangastað ferðafólks eru ekki boðlegar í almannarými í London, borg fjölbreytileikans. 

Financial Times segir frá því í helgarblaði sínu að Katarar túlki þessi skilaboð frá skrifstofu borgarstjórans þannig að ekki sé áhugi á að eiga viðskipti við þá. 

Þjóðarsjóður Katar er meðal stærstu fjárfesta í London. Í gegnum fjárfestingasjóð sinn (QIA) hafa Katarar eignast stórverslunina Harrods, Shard-skýjakljúfinn og hluta Canary Wharf. Katarar eiga líka The Savoy og Grosvenor House, nafnkunn hótel í London, 20 prósent í Heathrow-flugvelli og 14 prósent í Sainsbury´s, næst stærstu keðju matvöruverslana í landinu.

Meðal fasteigna Katara í LOndon er Shard-skýjakljúfurinn, sem þarna ber við himin

Katarar eru sármóðgaðir vegna afstöðu yfirvalda í London, vísa á bug ásökunum um misrétti og fordóma. En það á eftir að koma í ljós hversu mikil alvara þeim er með hótunum um að endurskoða stórtæka fjárfestingastefnu sína í London – selja hluti sína. 

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …