Samfélagsmiðlar

Eini kvenforstjórinn hættur

Nú sitjar karlar við stýrið hjá öllum sjö norrænu flugfélögunum sem skráð eru á hlutabréfamarkað. Stjórn Flyr fylgdi í gær fordæmi Icelandair og Norwegian og bauð fjármálastjóranum forstjórastólinn.

Tonje Wikstrøm Frislid, fyrrum forstjóri Flyr.

Norska lágfargjaldafélagið Flyr hóf áætlunarflug í lok júní í fyrra og óhætt er að segja að afkoman hafi ekki staðið undir væntingum. Félagið hefur því í þrígang þurft að auka hlutafé til að halda starfseminni gangandi enda nemur fjármagnsbruninn um tveimur milljörðum norskra króna frá því í byrjun síðasta árs. Sú upphæð jafngildir um 28 milljörðum íslenskra króna.

Nærri helmingur þeirrar upphæðar er það hlutafé sem fjárfestar hafa lagt í Flyr og það liggur fyrir að félagið þarf meira. Framundan eru því tvö hlutafjárútboð þar sem ætlunin er að ná í 450 milljónir norskra króna eða um 6,4 milljarða íslenskra.

Og það verður ekki Tonje Frislid sem mun leiða þá vinnu því í gær sagði hún upp en Frislid hefur stýrt Flyr frá stofnun og verið eina konan í hópi norrænna flugforstjóra. Eftirmaður hennar er maður að nafni Brede Huser en sá hefur verið fjármálastjóri Flyr. Sá fetar nú í fótspor Boga Nils Bogasonar og Geir Karlsen, forstjóra Icelandair og Norwegian, en þeir voru báðir fjármálastjórar flugfélaganna tveggja áður en þeir settust í forstjórastólinn.

Nýs forstjóra Flyr býður það verkefni að halda félaginu gangandi næstu mánuði en vegna fjárskorts hefur vetraráætlunin verið skorin niður um helming. Þar munar mest um innanlandsflugið í Noregi en samkeppnin á þeim markaði er hörð og hefur Flyr orðið undir. Norwegian, SAS og Widerøe hafa nefnilega ekki gefið neitt eftir og það hefur reynst Flyr erfitt að fóta sig á markaðnum.

Félagið vonast því til að fylla Boeing Max þoturnar sínar af farþegum sem vilja fljúga milli Óslóar og Evrópu og þar með sýna þau batamerki sem þarf til að fjárfestar sjái hag í því að leggja félaginu til meira fé eftir áramót.

Eins og Túristi fjallaði um í gær þá verður hlutafé í Norse og Play líka aukið á næstunni en þessi tvö félög fóru líka í loftið í heimsfaraldrinum líkt og Flyr.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …