Samfélagsmiðlar

Minna skrifstofupláss

Helmingur fjölþjóðlegra fyrirtækja hyggst minnka við sig skrifstofupláss, samkvæmt könnun fasteigna- og ráðgjafarfyrirtækisins Knight Frank. Fyrirtæki vilja minnka vistspor, draga úr kostnaði og laga sig að óskum starfsfólks um heimvinnu.

Stórborgarlandslag

Það má segja að kórónaveirufaraldurinn hafi breytti vinnuumhverfi fyrirtækja varanlega. Starfsfólkið fékk að kynnast því hversu léttara lífið gat verið með því að vinna verkefnin að einhverju eða öllu leyti heiman frá sér. Eftir faraldurinn tóku síðan við verðhækkanir og efnahagsleg óvissa vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu og spennu í heimsmálunu. Fyrirtækin verða að bregðast við hækkunum með ýmsum móti, m.a. með því að skera niður húsnæðiskostnað.

Financial Times vitnar í nýja könnun fasteignarisans og húsnæðisráðgjafarfyrirtækisins Knight Frank meðal stjórnenda fasteigna 350 fyrirtækja um allan heim, sem eru með um 10 milljónir manna í vinnu. Spurt var um húsnæðisþörf þessara fjölþjóðlegu fyrirtækja. Niðurstaðan var sú að flest stefndu fyrirtækin að því að draga saman seglin, minnka skrifstofuhúsnæði um 10 til 20 prósent á næstu þremur árum. Haft er eftir fasteignasérfræðingi Knight Frank að stóru fyrirtækin fylgi flest þeirri línu að taka betra húsnæði fram yfir stórt. Þetta sé þó enginn dauðadómur yfir fasteignabransanum af því að framboð hefur minnkað og leiga þess vegna hækkað. 

MYND: Petr Magera/Unsplash

Nærri helmingur þátttakenda í könnun Knight Frank hyggst færa sig í nýjar höfuðstöðvar á næstu þremur árum. Erfiðara mun ganga að selja og leigja út gamlar og stórar skrifstofubyggingar, ekki síst utan eftirsóknarverðustu hverfanna. Á móti kemur að meirihluti lítilla fyrirtækja, sem tóku þátt í könnuninni, vill stækka við sig. Fasteignamarkaðurinn sem alþjóðleg fyrirtæki horfa til botnfraus í faraldrinum en er nú að lifna við – og þá eru viðhorfin breytt.

Samkvæmt Knight Frank hefur um þriðjungur fyrirtækjanna sem rætt var við lagað sig að nýjum kröfum starfsfólks um heimavinnu. Rúmur meirihluti býður fólki blöndu af skrifstofu- og heimavinnu en tíundi hluti stefnir á að allir vinni heima. Svoleiðis fyrirtæki þurfa ekki stórar skrifstofur. 

MYND: Christin Hume/Unsplash

Financial Times vitnar til könnunar annars fasteignafélags, Savills, sem bendi til að San Francisco og höfuðborgin Washington verði þær bandarísku borgir þar sem á næsta áratug megi finna mest ónotað skrifstofuhúsnæði.  

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …