Samfélagsmiðlar

Minna skrifstofupláss

Helmingur fjölþjóðlegra fyrirtækja hyggst minnka við sig skrifstofupláss, samkvæmt könnun fasteigna- og ráðgjafarfyrirtækisins Knight Frank. Fyrirtæki vilja minnka vistspor, draga úr kostnaði og laga sig að óskum starfsfólks um heimvinnu.

Stórborgarlandslag

Það má segja að kórónaveirufaraldurinn hafi breytti vinnuumhverfi fyrirtækja varanlega. Starfsfólkið fékk að kynnast því hversu léttara lífið gat verið með því að vinna verkefnin að einhverju eða öllu leyti heiman frá sér. Eftir faraldurinn tóku síðan við verðhækkanir og efnahagsleg óvissa vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu og spennu í heimsmálunu. Fyrirtækin verða að bregðast við hækkunum með ýmsum móti, m.a. með því að skera niður húsnæðiskostnað.

Financial Times vitnar í nýja könnun fasteignarisans og húsnæðisráðgjafarfyrirtækisins Knight Frank meðal stjórnenda fasteigna 350 fyrirtækja um allan heim, sem eru með um 10 milljónir manna í vinnu. Spurt var um húsnæðisþörf þessara fjölþjóðlegu fyrirtækja. Niðurstaðan var sú að flest stefndu fyrirtækin að því að draga saman seglin, minnka skrifstofuhúsnæði um 10 til 20 prósent á næstu þremur árum. Haft er eftir fasteignasérfræðingi Knight Frank að stóru fyrirtækin fylgi flest þeirri línu að taka betra húsnæði fram yfir stórt. Þetta sé þó enginn dauðadómur yfir fasteignabransanum af því að framboð hefur minnkað og leiga þess vegna hækkað. 

MYND: Petr Magera/Unsplash

Nærri helmingur þátttakenda í könnun Knight Frank hyggst færa sig í nýjar höfuðstöðvar á næstu þremur árum. Erfiðara mun ganga að selja og leigja út gamlar og stórar skrifstofubyggingar, ekki síst utan eftirsóknarverðustu hverfanna. Á móti kemur að meirihluti lítilla fyrirtækja, sem tóku þátt í könnuninni, vill stækka við sig. Fasteignamarkaðurinn sem alþjóðleg fyrirtæki horfa til botnfraus í faraldrinum en er nú að lifna við – og þá eru viðhorfin breytt.

Samkvæmt Knight Frank hefur um þriðjungur fyrirtækjanna sem rætt var við lagað sig að nýjum kröfum starfsfólks um heimavinnu. Rúmur meirihluti býður fólki blöndu af skrifstofu- og heimavinnu en tíundi hluti stefnir á að allir vinni heima. Svoleiðis fyrirtæki þurfa ekki stórar skrifstofur. 

MYND: Christin Hume/Unsplash

Financial Times vitnar til könnunar annars fasteignafélags, Savills, sem bendi til að San Francisco og höfuðborgin Washington verði þær bandarísku borgir þar sem á næsta áratug megi finna mest ónotað skrifstofuhúsnæði.  

Nýtt efni

Það hafa almennt verið taldar góðar horfur í útgerð skemmtiferðaskipa í heiminum en afkomutölur móðurfélags Norwegian Cruise Line (NCLH) eftir fyrsta ársfjórðung varpa nokkrum skugga þar á. Tekjur voru minni en vænst hafði verið og leiddi birting talnanna til 12 prósenta lækkunar á verði hlutabréfa. Enn skilar reksturinn þó hagnaði. Bjartsýni útgerða skemmtiferðaskipanna hefur byggst …

Lágt gengi japanska jensins og brottnám ferðahindrana eftir heimsfaraldurinn eru meginskýringar á því að 60 prósentum fleiri norrænir ferðamenn héldu til Japans á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Margir eru auðvitað áhugasamir um að kynnast menningu, lífsháttum og náttúru í þessum fjarlæga landi og nýta sér þess vegna þau hagstæðu kjör …

Það söfnuðust 4,6 milljarðar í hlutafjárútboði Play sem efnt var til í kjölfar birtingu ársuppgjörs félagsins í byrjun febrúar. Nú liggur nýr hluthafalisti fyrir og samkvæmt honum þá er lífeyrissjóðurinn Birta orðinn stærsti hluthafinn með 8,78 prósent hlut. Þar á eftir kemur fjárfestingafélagið Stoðir með 5,82 prósent og svo eignhaldsfélagið Fea sem er í eigu …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …