Samfélagsmiðlar

Hilton opnar ný hótel á Akureyri og í Reykjavík

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri undir merkjum Curio Collection by Hilton. Auk þess verður nýtt hótel undir merkjum Hilton.

Frá undirritun samningsins í dag. Fremri röð frá vinstri: Nick Smart frá Hilton, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, Jens Sandholt og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir eigendur Bohemian Hotels. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Örn Guðmundsson, eigandi Bohemian Hotels, Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Isavia á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, Elín Lára Edvards, eigandi Bohemian Hotels og Stephan Croix frá Hilton.

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í Reykjavík, vorið 2026.

Fyrir eru fjögur Hilton-hótel í höfuðborginni og eru þau öll rekin af Berjaya-hótelunum, sem áður voru kennd við Icelandair. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Icelandairhótelanna, fer fyrir Bohemian Hotels ehf. ásamt Jens Sandholt, eiganda fjárfestingafélagsins Luxor, og Þorsteini Erni Guðmundssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Meet in Reykjavik.

Skáld Hótel Akureyri by Curio Collection verður til húsa í hvítu byggingunum á myndinni.

Skáld Hótel Akureyri verður fyrsta hótelið landsbyggðinni sem er hluti af alþjóðlegri keðju og verður það hluti af Curio Collection hluta Hilton-keðjunnar. Gististaðir í þessum flokki eru vanalega fínni en hefðbundin Hilton hótel.

Hið nýja hótel mun standa á lóð sem KEA fékk úthlutað á sínum tíma til uppbyggingar á hóteli en norðlenska fjárfestingafélagið skilaði lóðinni og fékk Luxor hana í kjölfarið.

Fimmta Hilton hótelið í Reykjavík verður til húsa við hlið húsnæði Frímúrareglunnar.

Skoða opnun fleiri Hilton hótela

Í tilkynningu er haft eftir Nick Smart, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Hilton í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum, að fyrirtækið sé spennt fyrir því að auka umsvif sín hér á landi enn frekar í samstarfi við félög eins og Bohemian Hotels.

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála- og menningaráðherra, var viðstödd undirritun samninganna í dag og í tilkynningu segist hún fagna áformum um opnun alþjóðlegs hótels í höfuðstað Norðurlands. Eins þykir henni áherslan á að gera íslenska ljóðlist aðgengilega fyrir bæði innlenda og erlenda hótelgesti fyrir norðan bæði áhugaverð og dýrmæt nálgun.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist líka fagna menningarþema Skáld-hótelsins og þeim möguleikum sem það opnar til að efla orðspor Akureyrar sem miðstöðvar menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …