Samfélagsmiðlar

Hilton opnar ný hótel á Akureyri og í Reykjavík

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri undir merkjum Curio Collection by Hilton. Auk þess verður nýtt hótel undir merkjum Hilton.

Frá undirritun samningsins í dag. Fremri röð frá vinstri: Nick Smart frá Hilton, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, Jens Sandholt og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir eigendur Bohemian Hotels. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Örn Guðmundsson, eigandi Bohemian Hotels, Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Isavia á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, Elín Lára Edvards, eigandi Bohemian Hotels og Stephan Croix frá Hilton.

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í Reykjavík, vorið 2026.

Fyrir eru fjögur Hilton-hótel í höfuðborginni og eru þau öll rekin af Berjaya-hótelunum, sem áður voru kennd við Icelandair. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Icelandairhótelanna, fer fyrir Bohemian Hotels ehf. ásamt Jens Sandholt, eiganda fjárfestingafélagsins Luxor, og Þorsteini Erni Guðmundssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Meet in Reykjavik.

Skáld Hótel Akureyri by Curio Collection verður til húsa í hvítu byggingunum á myndinni.

Skáld Hótel Akureyri verður fyrsta hótelið landsbyggðinni sem er hluti af alþjóðlegri keðju og verður það hluti af Curio Collection hluta Hilton-keðjunnar. Gististaðir í þessum flokki eru vanalega fínni en hefðbundin Hilton hótel.

Hið nýja hótel mun standa á lóð sem KEA fékk úthlutað á sínum tíma til uppbyggingar á hóteli en norðlenska fjárfestingafélagið skilaði lóðinni og fékk Luxor hana í kjölfarið.

Fimmta Hilton hótelið í Reykjavík verður til húsa við hlið húsnæði Frímúrareglunnar.

Skoða opnun fleiri Hilton hótela

Í tilkynningu er haft eftir Nick Smart, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Hilton í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum, að fyrirtækið sé spennt fyrir því að auka umsvif sín hér á landi enn frekar í samstarfi við félög eins og Bohemian Hotels.

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála- og menningaráðherra, var viðstödd undirritun samninganna í dag og í tilkynningu segist hún fagna áformum um opnun alþjóðlegs hótels í höfuðstað Norðurlands. Eins þykir henni áherslan á að gera íslenska ljóðlist aðgengilega fyrir bæði innlenda og erlenda hótelgesti fyrir norðan bæði áhugaverð og dýrmæt nálgun.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist líka fagna menningarþema Skáld-hótelsins og þeim möguleikum sem það opnar til að efla orðspor Akureyrar sem miðstöðvar menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Nýtt efni

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …

Útlendingar bókuðu 1 prósent fleiri nætur á íslenskum gististöðum í síðastliðnum mars og þeir gerðu á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aftur á móti fjölgaði erlendum brottfararfarþegum um nærri 8 prósent samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þar með fór meðaldvölin úr 3,2 nóttum niður í þrjár en hafa ber í huga að vísbendingar eru …

Það sem af er ári hafa 117 nýir bílar frá Tesla komið á götuna hér á landi en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru þeir 660 samkvæmt Samgöngustofu. Samdrátturinn nemur 82 prósentum en til samanburðar hefur nýskráðum rafbílum hér á landi fækkað um 74 prósent á milli ára. Af þessum 117 nýju Tesla bílum hér …