Samfélagsmiðlar

Áskrift

ForsíðaÁskrift

Norlandair fékk úthlutað áætlunarflugi fyrir Vegagerðina til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði í byrjun september. Þá niðurstöðu kærði Flugfélagið Ernir og ennþá liggur ekki fyrir hvort flugfélagið mun sjá um ferðirnar næstu þrjú ár.

Þegar mest lét átti bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management 745 milljónir hluta í Icelandair Group. Bróðurpartinn af þessari eign keypti sjóðurinn í byrjun apríl í fyrra á 5,6 milljarða króna og bætti svo við bréfum mánuðina á eftir og varð stærsti hluthafinn í Icelandair. Allt frá því í vor hefur PAR Capital hins vegar selt …

Norrænu ferðaskrifstofurnar sem Arion banki tók yfir í fyrrasumar skiluðu meira tapi á síðasta ári en dæmi eru um í ferðaskrifstofurekstri í Danmörku. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Travelco Nordic, segir skýringuna liggja í miklum niðurfærslum á eignum sem rekja megi til stöðunnar sem uppi er í heiminum.

Að jafnaði voru farnar rétt rúmlega sjö áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í september en meðaltalið nam sextíu og sex brottförum á sama tíma í fyrra. Niðursveiflan var því 89 prósent en til samanburðar var hún 77 prósent í ágúst og 79 prósent í júlí.

Ferðamenn eru hvattir til þess að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið í nýrri markaðsherferð undir merkjum Inspired by Iceland í samstarfi við Umhverfisstofnun og hagaðila. Í herferðinni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt …