Samfélagsmiðlar

Hvetja ferðamenn til að drekka kranavatn

Markmiðið með nýrri herferð Inspired by Iceland er að fá fleiri til að drekka kranavatn ferðamenn hvattir til að draga úr plastnotkun með því að velja kranavatn.

Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite hefur mikla reynslu af því að skenkja fólki svalandi drykki.

Ferðamenn eru hvattir til þess að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið í nýrri markaðsherferð undir merkjum Inspired by Iceland í samstarfi við Umhverfisstofnun og hagaðila. Í herferðinni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt land samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að markmiðið sé að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. „Það er ánægjulegt að geta boðið erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið okkar er og vekja athygli á því hve aðgengilegt það er. Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu er vísað til niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var í Norður-Ameríku og Evrópu sem sýndi að nærri tveir af hverjum þremur nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70 prósent órökstuddan ótta við kranavatn og um fimmtungur nefndi þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum.

„Í þessu verkefni felst mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota heldur margnota flöskur sem fylltar eru með kranavatni. Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, um herferðina.

Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland og sér Íslandsstofa um framkvæmd. Verkefnið er í samstarfi við Umhverfisstofnun og er styrkt að hluta af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Inspired by Iceland er markaðsverkefni í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja og eru helstu aðilar Icelandair, Icelandic og Samtök ferðaþjónustunnar sem fulltrúar fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …