Samfélagsmiðlar

Þetta kostar maturinn um borð

Það getur verið dýrt að kaupa mat fyrir alla fjölskylduna um borð í flugvél.

Flugferðin yfir á meginland Evrópu tekur sjaldnast minna en þrjá tíma og ferðalagið vestur um haf er mun lengra. Margir seðja því hungrið um borð.

Verðlagið á veitingum í háloftunum er nokkuð misjafnt hjá fyrirtækjunum þremur sem halda uppi millilandaflugi héðan í vetur eins og sjá má í niðurstöðum verðkönnunar Túrista. Þar var stuðst við upplýsingar af heimasíðum félaganna og miðað við verð á ódýrasta farrými þegar það á við.

Meira en helmings verðmunur á máltíðum

Verðmunurinn á mat er ekki ýkja mikill á milli fyrirtækjanna þriggja. Það munar þó um 260 krónum á verði á samloku hjá Iceland Express og SAS. Súkkulaðið er líka ódýrast hjá Iceland Express. Icelandair sker sig hins vegar úr því þar er ekki rukkað fyrir vatn eða aðra óáfenga drykki. Eins fá börn á aldrinum tveggja til ellefu ára fría máltíð. Til samanburðar kostar barnabox hjá Iceland Express 590 krónur. Þeir farþegar sem skola matnum niður með óáfengum drykk borga því mun minna hjá Icelandair en hinum.

Fjögurra manna fjölskylda greiðir til dæmis rúmlega fimm þúsund fyrir létta máltíð hjá SAS en 2250 krónur hjá Icelandair. Samskonar máltíð kostar 3110 hjá Iceland Express. Einstaklingur sem fær sér samloku, vatn og kaffi borgar minnst hjá Icelandair, eða 750 krónur, 1230 krónur hjá Iceland Express og 1702 krónur hjá SAS.

Í töflunni hér að neðan er að finna samanburð á verðlagi þess helsta sem finna má á matseðlunum á ódýrustu farrýmunum hjá SAS, Icelandair og Iceland Express. Ekkert mat er lagt á gæði.

TegundIceland ExpressIcelandairSAS*
Samlokur og langlokur590 og 690750852
Stærri máltíð14901500 og 18001596
Súkkulaðistykki200 og 250300320
Gos og safi250Frítt425
Kaffi390Frítt425
Vatn250Frítt425
Vín6507501064
Bjór650600638

 

 

 

 

 

 


* Verð hjá SAS eru umreiknuð úr dönskum krónum.

Verðsamaburður á léttri máltíð fyrir fjögurra manna fjölskylda, þar sem annað barnið er yngra en ellefu ára. Hjá SAS eru ekki til barnabox og því er miðað við að keyptar séu samlokur og drykkir handa öllum:

4 manna fjölskyldaIceland ExpressIcelandairSAS
Samlokur177022503408
Barnabox590FríttEkki til
Drykkir750Frítt1700
Samtals311022505108

 

 

 

 

Máltíð fyrir einstakling:

EinstaklingurIceland ExpressIcelandairSAS
Samloka590750852
Drykkur250Frítt425
Kaffi390Frítt425
Samtals
1230
750
1702

 

 

 

 

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Magnúsar Orra Schram


mynd: Zen/Creative Commons

 

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …