Samfélagsmiðlar

Fleiri Bretar séð Eiffel turninn en Buckingham höll

Nærri helmingur Breta hefur virt fyrir sér þekktasta kennileiti Parísar. Það er mun fleiri en hafa séð heimkynni drottningarinnar í London.

Áhugi íbúa Bretlands á ferðalögum innanlands er nokkuð takmarkaður því 84 prósent þeirra vilja heldur fara í frí til útlanda en flakka um eigið land samkvæmt nýrri könnun. Það þarf því ekki að koma á óvart að aðeins þriðjungur Breta hefur staðið við Buckingham höll í London og fimmtungur hefur aldrei heimsótt einn af allra þekktustu ferðamannastöðunum í landinu, þar á meðal þinghúsið í London, Stonehenge og Blackpool Tower. Það eru íbúar höfuðborgarinnar sem eru latastir við að heimsækja þessi kennileiti þó nokkur þeirra séu nánast í göngufæri við heimili þeirra.

LESTU LÍKA: Segir Karl prins ætla að breyta höllinni í hótel

Hins vegar sýna niðurstöður könnunarinnar, sem dagblaðið Telegraph gerir að umtalsefni, að 45 prósent Breta hefur gert sér ferð að Eiffelturninum í París og fimmtungur hefur séð Frelsisstyttuna í New York. Róm er sú borg sem flesta dreymir um að heimsækja og sólarbærinn Marbella í Andalúsíu er líka vinsæll því 79 prósent þátttakanda í könnuninni væri til í að eyða nokkrum dögum þar.

TENGDAR GREINAR: Eiffelturninn lagfærður
NÝJAR GREINAR: Roksala á Íslandsferðum í Noregi Tilboð á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …