Samfélagsmiðlar

Besta flugfélagið þriðja árið í röð

Ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna var valið það besta í heimi á einskonar óskarsverðlaunahátíð ferðaiðnaðarins í gær. Flugvöllurinn í Singapúr þykir sá fremsti.
Etihad, ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna, var í gær kjörið besta flugfélag í heimi. Þetta er þriðja árið í röð sem félagið fær flest atkvæði í kosningu World Travel Awards sem starfsfólk í ferðaþjónustunni greiðir atkvæði í. Fyrsta farrými Etihad var jafnframt valið það besta í heimi.

Í flokki lággjaldaflugfélaga bar hið breska Easy Jet sigur úr býtum og enginn flugvöllur í heiminum þykir jafnast á við Changi í Singapúr.

Það var Lufthansa sem hlaut verðlaunin í flokki evrópskra flugfélaga og flugvöllurinn í Zurich þykir skara fram úr í álfunni.

NÝJAR GREINAR: 20 vinsælustu ferðamannastaðirnirVökvabannið er vonandi að renna sitt skeið á enda

Mynd: Etihad

Nýtt efni

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …

Útlendingar bókuðu 1 prósent fleiri nætur á íslenskum gististöðum í síðastliðnum mars og þeir gerðu á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aftur á móti fjölgaði erlendum brottfararfarþegum um nærri 8 prósent samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þar með fór meðaldvölin úr 3,2 nóttum niður í þrjár en hafa ber í huga að vísbendingar eru …

Það sem af er ári hafa 117 nýir bílar frá Tesla komið á götuna hér á landi en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru þeir 660 samkvæmt Samgöngustofu. Samdrátturinn nemur 82 prósentum en til samanburðar hefur nýskráðum rafbílum hér á landi fækkað um 74 prósent á milli ára. Af þessum 117 nýju Tesla bílum hér …

Heimsferðir, Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir hafa gengið frá samningi við Neos flugfélagið um leiguflug til allra áfangastaða ferðaskrifstofanna í sumar og fram á næsta ár. Þetta ítalska flugfélagið hefur um árabil flogið farþegum ferðaskrifstofanna út í heim. Í tilkynningu segir að ný flugvél með þráðlausu neti verði nýtt í ferðirnar og flugtímarnir séu miðaðir …