Samfélagsmiðlar

Borgin þar sem hótel gefa afslátt um helgar

Á virkum dögum streymir til höfuðborgar Belgíu fólk sem á bókaðan fund með starfsmönnum Evrópusambandsins og NATO. Um helgar geta ferðamenn tekið við hótelherbergjum erindrekanna gegn mun lægra gjaldi.

Íbúatala Brussels hækkar verulega í miðri viku enda ófáir sem eiga erindi til borgar þar sem fjölmörgar alþjóðlegar stofnanir halda til. Gistirýmið sem þessir viðskiptaferðalangar skilja eftir sig á föstudögum er svo fyllt um helgar af túristum sem komast upp með að borga nokkuð lægra verð en er í boði á virkum dögum.

Með beinu flugi frá Keflavík til Brussel er tilvalið fyrir íslenska túrista að fara í stutta heimsókn til þessara fallegu borgar þar sem matgæðingar komast í feitt.

Hér eru fjögur hótel í Brussel þar sem verðið lækkar um helgar:

Pantone Hotel – Á hverji hæð hótelsins ræður einn Pantone litur ríkjum. Allt annað er hvítt. Þetta er því kannski ekki huggulegasta gistingin í bænum en hefur fallið í kramið hjá notendum Tripadvisor og víða fengið lofsamlega umfjöllun.

Föstudaga til sunnudaga er hægt að bóka sérstaka tilboðspakka þar sem morgunmatur og freyðivín fylgir með gistingunni. Tveggja manna herbergi kostar þá 109 evrur. Hotel Pantone er í skemmtilegu hverfi rétt fyrir utan miðbæinn.

The White Hotel – Hér er litagleðin lítil. Veggirnir, gólfin og húsgögnin því hvít líkt og nafnið gefur til kynna. Það er soldill spölur í miðbæinn frá hótelinu en auðvelt að taka sporvagn í bæinn. Hverfið í kringum hótelið er líka fjörugt með fullt af fínum kaffihúsum, sérverslunum og matsölustöðum og það er því algjör óþarfi að drífa sig beint í bæinn á morgnana.

Um helgar eru ódýrustu herbergin á 75 evrur, sem er þó nokkuð betri prís en er í boði á virkum dögum.

Hotel Bloom – Aftur er það hvítt en núna er litaleysið brotið upp með stórum freskum sem listnemar borgarinnar hafa málað á veggina. Herbergin eru að lágmarki 30 fermetrar og því engin hætta á að lenda í kústaskáp líkt og stundum vill gerast á breskum hótelum. Ódýrasta gistingin kostar 69 evrur um helgar. Fjölskylduherbergi kostar 89 evrur og þetta er því ekki galinn kostur fyrir þá sem vilja leyfa börnunum að smakka á krækling og frönskum á heimavelli þess réttar.

Vintage hotel – Þessi gististaður er mun litskrúðugari en hinir þrír. Gamaldags mubblur í öllum regnbogans litum og veggfóður með margskonar blæ gefa Vintage hotel sterkan karakter. Hótelið er líkt og Pantone Hotel og The White hotel í nágrenni við breiðgötuna Louise þar sem gaman er að rölta um og fá stemninguna í hverfinu beint í æð. Verðið er oft helmingi lægra um helgar en virku dagana eða frá 80 evrum á nótt.

NÝJAR GREINAR: Fimmtungs fjölgum gistinátta Íslendinga í Köben
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði

Mynd: Sven Laurent/Pantone Hotel

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …