Samfélagsmiðlar

Borgin þar sem hótel gefa afslátt um helgar

Á virkum dögum streymir til höfuðborgar Belgíu fólk sem á bókaðan fund með starfsmönnum Evrópusambandsins og NATO. Um helgar geta ferðamenn tekið við hótelherbergjum erindrekanna gegn mun lægra gjaldi.

Íbúatala Brussels hækkar verulega í miðri viku enda ófáir sem eiga erindi til borgar þar sem fjölmörgar alþjóðlegar stofnanir halda til. Gistirýmið sem þessir viðskiptaferðalangar skilja eftir sig á föstudögum er svo fyllt um helgar af túristum sem komast upp með að borga nokkuð lægra verð en er í boði á virkum dögum.

Með beinu flugi frá Keflavík til Brussel er tilvalið fyrir íslenska túrista að fara í stutta heimsókn til þessara fallegu borgar þar sem matgæðingar komast í feitt.

Hér eru fjögur hótel í Brussel þar sem verðið lækkar um helgar:

Pantone Hotel – Á hverji hæð hótelsins ræður einn Pantone litur ríkjum. Allt annað er hvítt. Þetta er því kannski ekki huggulegasta gistingin í bænum en hefur fallið í kramið hjá notendum Tripadvisor og víða fengið lofsamlega umfjöllun.

Föstudaga til sunnudaga er hægt að bóka sérstaka tilboðspakka þar sem morgunmatur og freyðivín fylgir með gistingunni. Tveggja manna herbergi kostar þá 109 evrur. Hotel Pantone er í skemmtilegu hverfi rétt fyrir utan miðbæinn.

The White Hotel – Hér er litagleðin lítil. Veggirnir, gólfin og húsgögnin því hvít líkt og nafnið gefur til kynna. Það er soldill spölur í miðbæinn frá hótelinu en auðvelt að taka sporvagn í bæinn. Hverfið í kringum hótelið er líka fjörugt með fullt af fínum kaffihúsum, sérverslunum og matsölustöðum og það er því algjör óþarfi að drífa sig beint í bæinn á morgnana.

Um helgar eru ódýrustu herbergin á 75 evrur, sem er þó nokkuð betri prís en er í boði á virkum dögum.

Hotel Bloom – Aftur er það hvítt en núna er litaleysið brotið upp með stórum freskum sem listnemar borgarinnar hafa málað á veggina. Herbergin eru að lágmarki 30 fermetrar og því engin hætta á að lenda í kústaskáp líkt og stundum vill gerast á breskum hótelum. Ódýrasta gistingin kostar 69 evrur um helgar. Fjölskylduherbergi kostar 89 evrur og þetta er því ekki galinn kostur fyrir þá sem vilja leyfa börnunum að smakka á krækling og frönskum á heimavelli þess réttar.

Vintage hotel – Þessi gististaður er mun litskrúðugari en hinir þrír. Gamaldags mubblur í öllum regnbogans litum og veggfóður með margskonar blæ gefa Vintage hotel sterkan karakter. Hótelið er líkt og Pantone Hotel og The White hotel í nágrenni við breiðgötuna Louise þar sem gaman er að rölta um og fá stemninguna í hverfinu beint í æð. Verðið er oft helmingi lægra um helgar en virku dagana eða frá 80 evrum á nótt.

NÝJAR GREINAR: Fimmtungs fjölgum gistinátta Íslendinga í Köben
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði

Mynd: Sven Laurent/Pantone Hotel

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …