Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Josty-Brauerei í Berlín

Ódýrt og vel staðsett íbúðahótel í höfuðborg Þýskalands.

Berlín er stór og hverfin mörg og það getur skipt sköpum að gista á góðum stað til að tapa ekki of miklum tíma í ferðalög innan borgarinnar. Josty Braueri í Mitte hverfinu er gististaður í ódýrari kantinum sem hentar fjölskyldum og hópum vel. Lesendur Túrista fá afslátt á gistingunni.

Staðsetningin

Íbúðahótelið Josty-brauerei er óneitanlega vel staðsett. Það er í Mitte, miðju Berlínar í bókstaflegri merkingu. Í hverfinu er nóg af góðum veitingastöðum, kaffihúsum og búðum. Í Auguststraße er margt skemmtilegra veitingastaða og bara og hún er í 5-10 mínútna göngufjarlægð. Ekki spillir síðan fyrir að margir þeirra staða sem vert er að skoða svo sem Unter den Linden, Museumsinsel (Safnaeyjan), Reichstag og Brandenburger Tor eru í göngufæri (innan við 20-30 min gangur á flesta staði). Friedrichstraße, ein af stærri verslunargötunum er heldur ekki langt undan. Það er líka auðvelt að nálgast alla staði með almenningssamgöngum en bæði stoppustöðvar fyrir neðanjarðarlest (á Rosenthaler Platz) og sporvagn (á Pappelplatz) eru nánast á næsta götuhorni.

Herbergin

íbúðahótelið er með 6 íbúðir, eins til tveggja herbergja, sem geta rúmað frá tveimur og upp í sex gesti. Þetta eru snotur og snyrtileg herbergi en enginn íburður. Í öllum íbúðum er baðherbergi og lítil eldhúsaðstaða með ísskáp og því helsta sem þarf til að útbúa morgunverð eða létta máltíð. í öllum íbúðunum er líka aðgengi að þráðlausu neti.

Verðið

Verðið er viðráðanlegt, á bilinu 70-90 evrur á dag (10500-13500 íslenskar krónur). Íbúðahótelið er í fallegum bakgarði í sögulegu umhverfi, gamla Josty brugghúsinu. Í garðinum er líka mjög huggulegur veitingastaður og bar, Katz Orange, sem er vinsæll meðal heimamanna. Það þarf þó ekki að óttast mikið ónæði af staðnum.
Útsendari Túrista gisti nýverið í einni þessara íbúða og getur hiklaust mælt með þeim fyrir þá sem eru að leita að gistingu í Berlín á góðu verði.

Josty Brauerei býður lesendum Túrista 5 prósent afslátt á gistingu. Sjá nánar hér.

TENGDAR GREINAR: Story Hotel í Stokkhólmi

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …