Samfélagsmiðlar

Skór 5 prósent farþega skoðaðir á Kastrup

Hingað til hefur skóbúnaður farþega ekki verið skannaður á Kaupmannahafnarflugvelli. Evrópusambandið gerir nú kröfu um að Danir taki upp eftirlit.

Á heimasíðu Kaupmannahafnarflugvallar stendur skýrum stöfum að skór farþega eru ekki skoðaðir þar á bæ. Völlurinn hefur þar nokkra sérstöðu því víðast hvar er handahófskennt eftirlit stundað og hér á Íslandi eru allir látnir fara úr skóm. Frá og með 6. nóvember verða Danir að laga sig að reglum Evrópusambandsins og skanna skó þeirra farþega sem fá öryggishliðin til að pípa.

Talsmaður Kaupmannahafnarflugvallar segir í viðtali við Túrista að hann búist við að aðeins fimm prósent farþega verði látnir fara úr skónum þegar nýju reglurnar öðlast gildi. Hann segir þetta eingöngu gert til að mæta kröfum Evrópusambandsins.

Líkt og Túristi hefur margoft bent á þá er eftirlit með skóm flugfarþega hér á landi óvenju strangt. Meira að segja í Bandaríkjunum hafa yfirvöld slakað á en þar hefur eftirlitið verið mun strangara en í Evrópu. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í sumar að hann ætlaði að fara yfir þessi mál með Flugmálastjórn og Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar og niðurstöðu væri að vænta í haust. Hennar er enn beðið.

TENGDAR GREINAR: Reglur um skó endurskoðaðar í haust

Mynd: Kaupmannahafnarflugvöllur

Nýtt efni

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …

Útlendingar bókuðu 1 prósent fleiri nætur á íslenskum gististöðum í síðastliðnum mars og þeir gerðu á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aftur á móti fjölgaði erlendum brottfararfarþegum um nærri 8 prósent samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þar með fór meðaldvölin úr 3,2 nóttum niður í þrjár en hafa ber í huga að vísbendingar eru …

Það sem af er ári hafa 117 nýir bílar frá Tesla komið á götuna hér á landi en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru þeir 660 samkvæmt Samgöngustofu. Samdrátturinn nemur 82 prósentum en til samanburðar hefur nýskráðum rafbílum hér á landi fækkað um 74 prósent á milli ára. Af þessum 117 nýju Tesla bílum hér …