Samfélagsmiðlar

Aðeins í Leifsstöð borgar fólk fyrir netsamband

Á flugstöðvum hinna Norðurlandanna er frítt netsamband. Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar þarf hinsvegar að greiða fyrir tenginguna og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farþegum hér á landi bjóðast sambærileg kjör og í nágrannalöndunum.

„Hið fría, ótakmarkaða og hraða netsamband á flugvellinum hefur svo sannarlega slegið í gegn. Viðbrögðin sem við höfum fengið, mest frá erlendum farþegum, eru mjög jákvæð“, segir Markus Haapamäki, talsmaður flugvallarins í Helsinki, þegar Túristi spurðist fyrir um reynslu þeirra af því að bjóða upp á frítt net. Markus segir ókeypis tengingu vera hluta að hefðbundinni þjónustu við farþega og gott dæmi um hvernig Finnar sjái hlutina. „Fyrir okkur er sjálfsagt að komast gjaldfrjálst á netið á almenningsstöðum“, bætti hann við.

Yfirvöld í Noregi líta hlutina sömu augum því á heimasíðu Avinor, rekstraraðila norskra flugvalla, segir að farþegarnir hafi klárlega væntingar um að fá þessa þjónustu án endurgjalds. Í Svíþjóð hafa forsvarsmenn þarlendra flugvalla líka innleitt frítt net og í samtali við Túrista segist talsmaður Arlanda í Stokkhólmi að þjónustan hafi fengið mjög góð viðbrögð. Í Danmörku er sömu sögu að segja og samkvæmt því sem Túristi kemst næst bjóða að lágmarki um áttatíu norrænar flugstöðvar upp á fría nettengingu en þó í mismunandi útfærslum.

Ekkert gerst á Íslandi

Hlutfall tengifarþega er hátt í Leifsstöð eða um 18 prósent og samkvæmt talningu Ferðamálastofu stóðu íslenskir farþegar undir um þriðjungi brottfara frá landinu í fyrra. Miðað við reynslu Finna þá myndu fjölmargir farþegar í Keflavík fagna því ef boðið yrði upp á samskonar þjónustu hér og fólk á að venjast meðal frændþjóðanna. Í dag kostar það hins vegar að lágmarki 490 krónur að tengjast netinu á Keflavíkurflugvelli og samkvæmt upplýsingum frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, er verið að leita hagkvæmra og góðra lausna til að auka þjónustu við farþega, eins og það er orðað í svarinu. Ekki fæst hins vegar staðfest hvað verður gert og hvenær.

Löng bið eftir snjallsímaforriti

Líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni þá bjóða flestir flugvellir í Evrópu upp á frí snjallsímaforrit (app) þar sem meðal annars er hægt er að fylgjast með breytingum á komu- og brottfarartímum, fá upplýsingar um biðtíma í öryggishliði og tilboð í verslunum og veitingastöðum. Allir helstu flugvellir nágrannalandanna hafa gefið út þess háttar forrit en ekki Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Reyndar fékk Túristi þær upplýsingar frá Isavia haustið 2011 að vinna væri hafin við að þróa símaforrit sem taka ætti í notkun árið eftir. Það gekk ekki eftir en líkt og með fría netið þá er verið að skoða lausnir varðandi þessa þjónustu á Keflavíkurflugvelli.

TENGDAR GREINAR: Hætta að skoða alla skó á KeflavíkurflugvelliFarþegum fjölgaði mest hér á landi
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingunni í London og Edinborg

Mynd: Wikicommons

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …