Það hefur gefist vel að takmarkað umferð bíla um þekkt stræti höfuðborgar Ítalíu. Áfram skal haldið að gera fótgangandi og hjólandi hærra undir höfði.
Daglega safnast saman mikill fjöldi ferðamanna við spænsku tröppurnar í Róm og yfirvöld hafa bannað alla einkabíla á svæðinu. Inn á Piazza Navona fer enginn akandi og í ágúst var lokað fyrir alla umferða einkabíla við Colosseum.
Nú vill Ignazio Marino, hinn hjólandi borgarstjóri Rómverja, bæta Cia dei Fori Imperiali við listann yfir bíllaus svæði samkvæmt frétt DN.
Gatan liggur á milli Piazza Vienzia og Colosseum og var reist á valdatíma Mussolini. Gatan hefur ávallt verið umdeild enda var henni komið fyrir á viðkvæmu svæði og mengunin sem fylgir bílaumferðinni hefur haft slæm áhrif á þær þekktu minjar sem standa við Cia dei Fori Imperiali.
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Rentalcars.com lofar lægsta verðinu
Mynd: ENIT