Samfélagsmiðlar

Segir Samkeppniseftirlitið leggja sér orð í munn

Í dag sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu vegna viðtals Túrista við fyrrum forstjóra Iceland Express. Hann segist þó ekki kannast við þau orð sem eftirlitið eignar honum.

Það eru þrír mánuðir síðan að Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að Wow Air skyldi fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til að hefja flug til Bandaríkjanna á umbeðnum tímum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hins vegar frestað réttaráhrifum úrskurðarins. Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, sagði þá ákvörðun setja áform félagsins um flug til Bandaríkjanna í uppnám. Hann sakaði jafnframt Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, um að vernda hagsmuni Icelandair. Í viðtali við Túrista á föstudaginn tók Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, ekki undir þessa gagnrýni á Isavia og sagði jafnframt að flugtímarnir sem félagið hafði til flugs til Bandaríkjanna hefðu ekki reynst erfiðir. En Wow Air fékk sömu tíma úthlutaða í lok árs.

Í morgun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu (sjá hér fyrir neðan) vegna viðtalsins og segir þar að yfirlýsingar Skarphéðins séu í ósamræmi við þau sjónarmið sem líst var í kvörtun Iceland Express til eftirlitsins í júní 2012. Skarphéðinn segir hins vegar að eftirlitið leggi honum orð í munn og segir vinnubrögðin forkastanleg eins og sjá má í svari hans til Túrista hér fyrir neðan.

Svar Skarphéðins Berg:

Í frétt á Túristi.is sl. föstudag var ég spurður hvernig þeir flugtímar sem Iceland Express hafði til Ameríkuflugs á sínum tíma hafi reynst. Ég svaraði því til að þetta hefði gengið ágætlega enda hefðu aðrir afgreiðslutímar á Keflavíkurflugvelli verið í samræmi við þá. Slíkt væri mikilvægt. Þá var ég spurður almennt um þá deilu sem uppi væri vegna þess að Wow telur þessa afgreiðslutíma ekki henta sér og svaraði ég því til að það væri undarlegt að hlutaðeigandi gætu ekki fundið lausn á þessu í sameiningu. Þá væri það mín reynsla af forsvarsmönnum ISAVIA að þeir væru jafnan reiðubúnir til að leita lausna á vandamálum sem kæmu upp. Tók fram að ég teldi þá ekki sérstaka hagsmunagæslumenn Icelandair.

Í orðsendingu Samkeppniseftirlitsins til fjölmiðla í dag er vísað í umfjöllun fjölmiðla frá því á föstudag og sagt að „[ég] furði [mig] á málarekstri gagnvart Isavia“ og að „Iceland Express hafi ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011“. Þessi ummæli hafa mér vitanlega hvergi komið fram í fjölmiðlum. Hér leggur Samkeppniseftirlitið mér orð í munn. Ég hef aldrei furðað mig á einu eða neinu um einhvern málarekstur sem ég veit ekkert um. Þá væri fráleitt af mér að halda því fram að Iceland Express hafi ekki átt í nokkrum vandkvæðum með flug til Ameríku. Það hefðu hins vegar ekki verið umræddir brottfarartímar sem ollu vandræðum.

Á þeim tíma sem ég stýrði rekstri Iceland Express beindi félagið ýmsum athugasemdum og ábendingum til Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin sá þá hins vegar aldrei ástæðu til að aðhafast í málefnum er vörðuðu félagið með líkum hætti og hún gerir nú í þágu Wow air.

Þessi ummæli sem Samkeppniseftirlitið eignar mér er uppspuni þeirra. Eini fjölmiðillinn sem ég ræddi við á föstudaginn og hafði eftir mér ummæli var Túristi.is. Hvergi er þar að finna þessi tilvitnuðu ummæli. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg en koma svo sem ekki á óvart þegar forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins eru annars vegar. Þeir eiga það til að hlaupa hratt framúr sjálfum sér.

Yfirlýsing Samkeppniseftirlitins:

Á fjölmiðlum á föstudag er haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra Iceland Express, að hann furði sig á málarekstri gagnvart Isavia, en Wow Air hefur undanfarna mánuði leitað eftir flugafgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli, á tilteknum tímabilum dagsins, í því skyni að hefja Ameríkuflug í samkeppni við Icelandair. Samkeppniseftirlitið fjallaði um málið í ákvörðun nr. 25/2013 og beindi bindandi fyrirmælum til Isavia vegna málsins í því skyni að efla samkeppni.

Í fyrrgreindum fréttum er haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni að Iceland Express hafi ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011. Af þessu tilefni er rétt að fram komi að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði Samkeppniseftirlitið til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum samkeppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Í júní 2012, þegar Skarphéðinn var framkvæmdastjóri Iceland Express, barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá félaginu þar sem fram kemur það mat að fyrirkomulag Isavia við úthlutun afgreiðslutíma hafi haft veruleg útilokunaráhrif fyrir Iceland Express og viðhéldi yfirburðarstöðu Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Einnig er vísað til þess að Isavia hafi með fyrirkomulaginu veitt Icelandair samkeppnisforskot og „einkarétt“ á bestu afgreiðslutímum á flugvellinum. Hafi Iceland Express m.a. þurft að hætta áætlunarflugi til Bandaríkjanna sem það hafði starfrækt árin 2010 og 2011.

Yfirlýsingar Skarphéðins Berg Steinarssonar um úthlutun Isavia á afgreiðlutímum eru því í ósamræmi við sjónarmið sem Iceland Express undir hans stjórn setti fram við Samkeppniseftirlitið um mitt ár 2012. Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra forsendna.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …