Samfélagsmiðlar

Um 10 til 15 störf frá Íslandi til Lettlands

Í byrjun vetrar er gert ráð fyrir að fyrstu farþegar nýs flugfélags í eigu Primera Air fari í loftið. Með breytingunum færast störf frá skrifstofum félagsins í Reykjavík til Riga í Lettland. MEIRA

 

Í byrjun vetrar er gert ráð fyrir að fyrstu farþegar nýs flugfélags í eigu Primera Air fari í loftið. Með breytingunum færast störf frá skrifstofum félagsins í Reykjavík til Riga í Lettlandi.

Hið íslenska Primera Air hefur sótt um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt flugfélag í Lettlandi. Í dag notast Primera Air við danskt flugrekstrarleyfi en samkvæmt tilkynningu er ástæðan fyrir stofnun félags í Lettlandi sú að þannig verður Primera Air sveigjanlegra en ef aðeins væri stuðst við danska leyfið.

Í ferðaritinu Standby.dk er haft eftir Jacob Helle, viðskiptastjóra Primera Air, að með ódýrari starfskrafti í Lettlandi verði félagið samkeppnishæfara á mörkuðum utan Norðurlandanna. Nýráðinn forstjóri, Hrafn Þorgeirsson, tekur í svipaðan streng í viðtali við ferðaritið Checkin.dk. Þar segir hann að kostnaðurinn við að reka flugfélög í Danmörku og Svíþjóð sé of hár ef keppa eigi á öðrum evrópskum mörkuðum.

Ný skrifstofa í Riga

Samhliða stofnun flugfélags í Lettlandi mun Primera Air jafnframt opna skrifstofur í höfuðborginni Riga. Nokkrir af stjórnendum félagins, þar á meðal Hrafn, flytjast þangað. Eins munu tíu til fimmtán störf við flug- og viðhaldsstjórn færast héðan til Riga samkvæmt því sem kemur fram á Checkin.dk.

Jón Karl Ólafsson lét af störfum sem forstjóri Primera Air á föstudaginn síðasta þegar tilkynnt var um stofnun nýja félagsins í Lettlandi.

Hér á landi hefur Primera Air aðallega stundað leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systurfélagið Heimsferðir. Flugfélagið býður einnig reglulega upp á ferðir til Kaupmannahafnar, Billund og Alicante.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …