Samfélagsmiðlar

Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn

Sá Íslendingur er vandfundinn sem ekki hefur heimsótt Kaupmannahöfn á lífsleiðinni. Síðustu ár höfum við fjölmennt til borginnar og erum eiginlega hætt að kalla hana sínu rétta nafni. Við notum þess í stað gælunafnið Köben og einu kortin sem við höfum á rölti um borgina eru greiðslukort. Enda rata flestir orðið um Strikið og nágrenni þess.

Við tengjumst auðvitað Kaupmannahöfn og Danmörku merkilegum böndum og þau skýra að hluta til vinsældir borgarinnar hjá íslenskum ferðamönnum. En ætli við myndum nokkuð nenna að leggja leið okkar þangað reglulega nema fyrir þær sakir að borgin hefur upp á svo margt að bjóða. Stærð hennar er líka þægileg og mannfjöldinn hæfilegur. Tíminn nýtist því í eitthvað skemmtilegra en neðanjarðarlestar, umferðarteppur eða langar biðraðir. Kannski þess vegna má reikna með að Kaupmannahöfn verði áfram vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðamanna enda er tíminn sem við verjum í útlöndum núna enn dýrmætari en árin þar á undan. Borgin er þó dýr og sérstaklega á þeim slóðum þar sem flestir ferðamenn eru. Túristi beinir því sjónum sínum að þeim stöðum þar sem fólk fær meira fyrir peningana og ætti því að geta forðast túristagildrurnar sem lagðar hafa verið vítt og breitt í hinni vinalegu Köben.

Innblástur fyrir næstu ferð til Kaupmannahöfn

Hóteltilboð í Köben fyrir lesendur Túrista
5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn
Pylsuvagn matsölustaður ársins
Hvar þykir íbúunum brönsinn bestur?

Nýtt efni

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …