Samfélagsmiðlar

Flugfélögin horfa ekki til Akureyrar og Egilsstaða

flugtak 860

Ekkert erlent flugfélag hefur gefið millilandaflugi frá Norður- og Austurlandi gaum um langt skeið. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins á að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi frá Akureyri og Egilsstöðum. Ekkert erlent flugfélag hefur sýnt flugvöllunum áhuga um langt skeið. 
Fyrir nokkrum árum siðan íhuguðu forvarsmenn Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, að hefja áætlunarflug hingað til lands og horfðu þeir meðal annars til Akureyrar. Aðflugið fyrir norðan þótti þeim hins vegar of erfitt og kostnaðurinn í Keflavík stóð í Ryanair líkt og Túristi greindi frá. Ekkert annað flugfélag hefur síðan þá skoðað möguleikann á því að bjóða upp á áætlunarferðir til útlanda frá Akureyri og það sama gildir um Egilsstaðarflugvöll samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Reyndar hafði flugfélagið Greenland Express uppi áform um að millilenda á Akureyri á leiðinni milli Grænlands og Danmerkur í fyrra en ekkert varð úr því og vél félagsins stoppaði í staðinn á Keflavíkurflugvelli.

Fleiri lendingarstaði

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa nefnd sem kanna á hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum og á starfshópurinn að skila tillögum eftir þrjá mánuði. Frá haustinu 2011 hafa hins vegar sveitarfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu Norðanlands staðið saman að Flugklasanum Air 66 sem hefur það að markmiði að fá reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll allt árið. Það markmið hefur ekki ennþá náðst en sl. sumar var haft eftir framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands í Vikudegi að easyJet og Norwegian væru meðal þeirra flugfélaga sem hafi sýnt flugi til Akureyrar áhuga og einnig væri flugvöllurinn inn í myndinni hjá þýskum lággjaldaflugfélögum. Talsmenn easyJet, Norwegian og þýsku flugfélaganna Airberlin og German Wings sögðu hins vegar engin áform uppi um að hefja áætlunarflug til Akureyrar í svörum sínum til Túrista. Í dag taka upplýsingafulltrúar easyJet og Norwegian í sama streng en segja félögin sífellt leita nýrra tækifæra.

Til Grænlands og Tyrklands 

Frá vori og fram á haust býður Norlandair upp áætlunarflug frá Akureyri til austurstrandar Grænlands og íslenskar ferðaskrifstofur bjóða reglulega upp á beint flug þaðan til útlanda. Til að mynda mun ferðaskrifstofan Nazar fljúga beint þaðan til Tyrklands í haust. Icelandair flýgur einnig frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar yfir sumarmánuðina.
NÝJAR GREINAR: Vorferðir til útlanda á 10 til 40 þúsundHvað kostar bílaleigubíll í Evrópu í sumar

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …