Samfélagsmiðlar

Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum

hotelrum nik lanus

Ef gistináttaskatturinn sem lagður var á hér á landi fyrir fjórum árum hefði verið í takt við það sem gerist víða annars staðar hefði hann skilað að minnsta kosti tvöfalt hærri tekjum

Fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur þrefaldast síðustu fimm ár og miðað við áætlanir flugfélaganna má búast við allt að 40 prósent fleiri túristum hingað til lands í vor, sumar og haust en í fyrra. Í ár stefnir því að ferðamenn verði um 1,6 til 1,7 milljónir talsins. Á sama tíma og þessi mikla aukning hefur átt sér stað hefur endurtekin umræða um sérstakt gjald á ferðamenn engu skilað. Frumvarp ráðherra ferðamála um náttúrupassa fékk t.d. ekki hljómgrunn og var það endanlega slegið út af borðinu í fyrra. Sú hugmynd var líka nýstárleg og á sér fáar fyrirmyndir út í heimi. Hún hefði einnig verið kostnaðarsöm því áætlað var að um tíundi hluti þess fjár sem myndi innheimtast myndi renna í rekstur á kerfinu. Íbúar hér á landi hefðu líka einnig þurft að kaupa náttúrupassa og sá þáttur var umdeildur.

Gistnáttagjald er þekkt leið

Sérstakur hótelskattur er hins vegar aðferð sem er notuð í mörgum löndum til að fjármagna ferðaþjónustu á margvíslega vegu. Þess háttar gjald er til að mynda lagt á gistingu víðsvegar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Ítalíu og hér á landi í formi gistináttaskatts. Innheimta á gistináttaskattinum hófst í ársbyrjun 2012 en lengri hefð er fyrir þess háttar gjaldi í Frakklandi því hótelgestir í París hafa greitt sérstök aukagjöld frá árinu 1994.
Íslenski gistiskatturinn nemur 100 krónum á hvert hótelherbergi hverja nótt og er það lægra gjald en tíðkast annars staðar en á móti kemur að hér er virðisaukaskattur á gistingu hærri en í mörgum öðrum löndum. Þó eru mörg dæmi um hærri hlutfall og í Danmörku er t.d. virðisauki á hótelgistingu 25 prósent.

Rómarleiðin hefði skilað nærri sex sinnum hærri tekjum

Önnur þekkt aðferð við að leggja á gistináttaskatt er að rukka ákveðið gjald fyrir hvern næturgest og ræðst upphæðin þá af gæðum gistingarinnar. Á gistiheimilum og orlofsíbúðum borgar fólk minnst en mest á fjögurra og fimm stjörnu hótelum. Ef þetta fyrirkomulag hefði verið sett hér á landi árið 2012 og gjaldið verið það sama og innheimt er á þriggja stjörnu hótelum í París hefðu tekjurnar verið ríflega um 2,3 milljarðar sl. 4 ár. Er þá miðað við allar gistinætur á íslenskum hótelum á tímabilinu 2012-2015 samkvæmt talningu Hagstofu. Ef gjaldið hefði hins vegar verið það sama og á miðlungshótelum í Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu fjögur ár. Frá því að íslenski gistináttaskatturinn var settur á fyrir fjórum árum síðan hefur hann hins vegar skilað um 905 milljónum samkvæmt ríkisreikningum fyrir árin 2012-2014 og áætlun fyrir 2015. Munurinn á íslensku leiðinni og svo fyrirkomulaginu í höfuðborgum Frakklands og Ítalíu er því margfaldur. Þess ber að geta að börn eru inn í tölum Hagstofunnar en vanalega er ekki lagður á gistináttaskattur á yngstu gestina.
Hægt er að reikna út þessar stærðir miðað við fjölmargar aðrar borgir og lönd en þess tvær eru notaðar í samanburðinum hér neðst í greininni þar sem virðisaukaskattur á gistingu er 10 prósent í Frakklandi og Ítalíu en 11% hér á landi. Hlutfall opinberra gjalda í gjaldskrá hótel í París og Róm er því nánast það sama og á íslenskum gististöðum.

Líka gjald á gesti Airbnb

Eins og liggur í augum uppi er hægt að færa rök fyrir því að hótelgestir hér á landi hefðu verið færri ef gistináttagjaldið hefði verið hærra. Á móti kemur að í talningu Hagstofu á gistinóttum hér á landi eru aðeins tekin með hótel sem opin eru allt árið um kring. Það vantar því inn í tölurnar minni gistihús, sumarhótel og orlofsíbúðir. En líkt og Túristi greindi frá þá hafa umsvif gistifyrirtækisins Airbnb meira en tvöfaldast sl. ár og þar eru nú um 4 þúsund íslenskir gistikostir á skrá. Ekki fæst þó uppgefið hversu margir gestir fyrirtækisins hafa verið á tímabilinu en ef við gefum okkur að vægi Airbnb á gistimarkaðinum hér sé álíka og í bandarískum stórborgum (5%) þá hafa gestinæturnar verið um 140 þúsund á síðasta ári. Víða hefur Airbnb hefur verið skikkað til að innheimta sérstakt gistináttagjald og í París nemur það t.d. 120 krónum á hvern gest hverja nótt. Ef það væri gert hér á landi hefði gistináttagjaldið af gestum Airbnb skilað um 17 milljónum í fyrra og rúmum 50 milljónum síðustu fjögur ár.

Vandamál að koma út styrkjum

Stór hluti þess fjármagns sem núverandi gistináttaskattur hér á landi skilar fer í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þaðan eru veittir styrkir til alls kyns uppbyggingar en styrkþegar hafa sjálfir þurft að fjármagna helming af verkefninu og það hefur reynst mörgum erfitt. Í lok síðasta árs lágu því inn í framkvæmdasjóðnum ósóttir styrkir upp á nærri milljarð króna eða um helmingur þess sem hefur verið úthlutað. Mótframlagið var nýverið lækkað niður í fimmtung til að auka líkurnar á að styrkirnir verði nýttir. Hvað sem því líður þá er í sjóðnum mikið fjármagn og væri ennþá meira ef gistináttagjald hér á landi hefði verið álíka og á meginlandi Evrópu. Nema fjármagnið hefði einnig verið nýtt til að bæta vegakerfið, styrkja sveitarfélög og landeigendur og efla björgunarsveitir og lögreglu o.s.frv.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …