Samfélagsmiðlar

Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum

hotelrum nik lanus

Ef gistináttaskatturinn sem lagður var á hér á landi fyrir fjórum árum hefði verið í takt við það sem gerist víða annars staðar hefði hann skilað að minnsta kosti tvöfalt hærri tekjum

Fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur þrefaldast síðustu fimm ár og miðað við áætlanir flugfélaganna má búast við allt að 40 prósent fleiri túristum hingað til lands í vor, sumar og haust en í fyrra. Í ár stefnir því að ferðamenn verði um 1,6 til 1,7 milljónir talsins. Á sama tíma og þessi mikla aukning hefur átt sér stað hefur endurtekin umræða um sérstakt gjald á ferðamenn engu skilað. Frumvarp ráðherra ferðamála um náttúrupassa fékk t.d. ekki hljómgrunn og var það endanlega slegið út af borðinu í fyrra. Sú hugmynd var líka nýstárleg og á sér fáar fyrirmyndir út í heimi. Hún hefði einnig verið kostnaðarsöm því áætlað var að um tíundi hluti þess fjár sem myndi innheimtast myndi renna í rekstur á kerfinu. Íbúar hér á landi hefðu líka einnig þurft að kaupa náttúrupassa og sá þáttur var umdeildur.

Gistnáttagjald er þekkt leið

Sérstakur hótelskattur er hins vegar aðferð sem er notuð í mörgum löndum til að fjármagna ferðaþjónustu á margvíslega vegu. Þess háttar gjald er til að mynda lagt á gistingu víðsvegar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Ítalíu og hér á landi í formi gistináttaskatts. Innheimta á gistináttaskattinum hófst í ársbyrjun 2012 en lengri hefð er fyrir þess háttar gjaldi í Frakklandi því hótelgestir í París hafa greitt sérstök aukagjöld frá árinu 1994.
Íslenski gistiskatturinn nemur 100 krónum á hvert hótelherbergi hverja nótt og er það lægra gjald en tíðkast annars staðar en á móti kemur að hér er virðisaukaskattur á gistingu hærri en í mörgum öðrum löndum. Þó eru mörg dæmi um hærri hlutfall og í Danmörku er t.d. virðisauki á hótelgistingu 25 prósent.

Rómarleiðin hefði skilað nærri sex sinnum hærri tekjum

Önnur þekkt aðferð við að leggja á gistináttaskatt er að rukka ákveðið gjald fyrir hvern næturgest og ræðst upphæðin þá af gæðum gistingarinnar. Á gistiheimilum og orlofsíbúðum borgar fólk minnst en mest á fjögurra og fimm stjörnu hótelum. Ef þetta fyrirkomulag hefði verið sett hér á landi árið 2012 og gjaldið verið það sama og innheimt er á þriggja stjörnu hótelum í París hefðu tekjurnar verið ríflega um 2,3 milljarðar sl. 4 ár. Er þá miðað við allar gistinætur á íslenskum hótelum á tímabilinu 2012-2015 samkvæmt talningu Hagstofu. Ef gjaldið hefði hins vegar verið það sama og á miðlungshótelum í Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu fjögur ár. Frá því að íslenski gistináttaskatturinn var settur á fyrir fjórum árum síðan hefur hann hins vegar skilað um 905 milljónum samkvæmt ríkisreikningum fyrir árin 2012-2014 og áætlun fyrir 2015. Munurinn á íslensku leiðinni og svo fyrirkomulaginu í höfuðborgum Frakklands og Ítalíu er því margfaldur. Þess ber að geta að börn eru inn í tölum Hagstofunnar en vanalega er ekki lagður á gistináttaskattur á yngstu gestina.
Hægt er að reikna út þessar stærðir miðað við fjölmargar aðrar borgir og lönd en þess tvær eru notaðar í samanburðinum hér neðst í greininni þar sem virðisaukaskattur á gistingu er 10 prósent í Frakklandi og Ítalíu en 11% hér á landi. Hlutfall opinberra gjalda í gjaldskrá hótel í París og Róm er því nánast það sama og á íslenskum gististöðum.

Líka gjald á gesti Airbnb

Eins og liggur í augum uppi er hægt að færa rök fyrir því að hótelgestir hér á landi hefðu verið færri ef gistináttagjaldið hefði verið hærra. Á móti kemur að í talningu Hagstofu á gistinóttum hér á landi eru aðeins tekin með hótel sem opin eru allt árið um kring. Það vantar því inn í tölurnar minni gistihús, sumarhótel og orlofsíbúðir. En líkt og Túristi greindi frá þá hafa umsvif gistifyrirtækisins Airbnb meira en tvöfaldast sl. ár og þar eru nú um 4 þúsund íslenskir gistikostir á skrá. Ekki fæst þó uppgefið hversu margir gestir fyrirtækisins hafa verið á tímabilinu en ef við gefum okkur að vægi Airbnb á gistimarkaðinum hér sé álíka og í bandarískum stórborgum (5%) þá hafa gestinæturnar verið um 140 þúsund á síðasta ári. Víða hefur Airbnb hefur verið skikkað til að innheimta sérstakt gistináttagjald og í París nemur það t.d. 120 krónum á hvern gest hverja nótt. Ef það væri gert hér á landi hefði gistináttagjaldið af gestum Airbnb skilað um 17 milljónum í fyrra og rúmum 50 milljónum síðustu fjögur ár.

Vandamál að koma út styrkjum

Stór hluti þess fjármagns sem núverandi gistináttaskattur hér á landi skilar fer í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þaðan eru veittir styrkir til alls kyns uppbyggingar en styrkþegar hafa sjálfir þurft að fjármagna helming af verkefninu og það hefur reynst mörgum erfitt. Í lok síðasta árs lágu því inn í framkvæmdasjóðnum ósóttir styrkir upp á nærri milljarð króna eða um helmingur þess sem hefur verið úthlutað. Mótframlagið var nýverið lækkað niður í fimmtung til að auka líkurnar á að styrkirnir verði nýttir. Hvað sem því líður þá er í sjóðnum mikið fjármagn og væri ennþá meira ef gistináttagjald hér á landi hefði verið álíka og á meginlandi Evrópu. Nema fjármagnið hefði einnig verið nýtt til að bæta vegakerfið, styrkja sveitarfélög og landeigendur og efla björgunarsveitir og lögreglu o.s.frv.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …