Samfélagsmiðlar

Þriðja hver ferð til Bretlands

london louis llerena

Bretar eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi yfir vetrarmánuðina og í febrúar nær fjöldi þeirra hámarki eins og sést á flugáætluninni. Bretar eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi yfir vetrarmánuðina og í febrúar nær fjöldi þeirra hámarki eins og sést á flugáætluninni.
Að jafnaði voru farnar 12 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli til Bretlands í síðasta mánuði sem er aukning um tvær ferðir frá febrúar í fyrra. Flogið var til sjö breskra borga líkt og þá en umferðin jókst um fimmtung milli ára og munar þar mestu um nýtt áætlunarflug British Airways hingað frá Heathrow í London og fjölgun ferða til Manchester en þangað fljúga easyJet og Icelandair. Í heildina nam umferðin til Bretlands í febrúar 34 prósentum af öllu farþegaflugi frá Keflavíkurflugvelli en næst oftast var flogið til Bandaríkjanna eða í fimmtungi tilfella samkvæmt daglegum talningum Túrista.
Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er London sá áfangastaður sem oftast er flogið til og til að mynda var boðið upp á fleiri ferðir þangað í febrúar en til Bandaríkjanna. Höfuðborgir Skandinavíu eru sem fyrr áberandi á listanum yfir þær tíu borgir sem oftast koma fyrir í flugáætlun flugfélaganna hér á landi.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …