Samfélagsmiðlar

Skúli segist ekkert botna í flugflota Icelandair

Bæði Icelandair og WOW air eru að taka í notkun þotur sem eru mun stærri en þær flugvélar sem félögin hafa hingað til átt. Stóri munurinn er hins vegar sá að breiðþotur WOW eru nýlegar á meðan þotur Icelandair eru 15 ára gamlar. Eftir tvö ár fær Icelandair svo afhentar splunkunýjar vélar sem taka þó mun færri farþega en núverandi þotur. Forstjóri WOW air segist ekki átta sig ekki á samsetningu flugflota Icelandair.

wow skuli airbus

Nýir áfangastaðir og tíðari ferðir kalla á fleiri flugvélar og síðustu misseri hafa forsvarsmenn Icelandair og WOW air því þurft að stækka flugflota félaganna. Hingað til hefur floti Icelandair samanstaðið af Boeing 757 þotum sem taka 183 farþega en nýverið bætti félagið við sig tveimur Boeing 767 breiðþotum með 262 sætum. Tvær samskonar þotur í viðbót hafa verið keyptar fyrir áætlun Icelandair á næsta ári.

Í síðustu viku tók WOW air svo í gagnið glænýja Airbus 321 þotu með sæti fyrir 200 farþega og önnur eins bætist við á næstu vikum. Einnig fær félagið bráðlega þrjár Airbus 330 breiðþotur með sætum fyrir 350 farþega. Þessar fimm Airbus flugvélar sem WOW bætir við flota sinn þessa dagana eru annað hvort splunkunýjar eða nýlegar en til að mynda fóru nýju breiðþotur Icelandair sínar fyrstu ferðir árið 2000. Meðalaldur þeirra tuttugu og fjögurra Boeing 757 þota sem félagið á er um 20 ár. Meðalaldur flugvéla WOW air er hins vegar 2,5 ár.

Flugfloti Icelandair mun þó taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Íslenska félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. Max þoturnar taka hins vegar mun færri farþega eða 153 annars vegar og 172 hins vegar.

Stærri vélar hið eina rétta

Flugvélakostir íslensku flugfélaganna munu því þróast í ólíkar áttir á næstu árum en Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, segir ekki sjá annað fyrir sér en að félagið muni halda áfram að byggja upp flota með stærri vélum sem taka að lágmarki 200 farþega. „Flugvellir víða um heim eru að fyllast eða eru orðnir fullir, ekki bara í London, Frankfurt, New York og Boston heldur líka Keflavíkurflugvöllur. Því er eina leiðin til að fjölga farþegum að nota stærri flugvélar í núverandi afgreiðslutímum (slottum) og það er klárlega sú leið sem við ætlum,” segir Skúli. Hann segir jafnframt að hin nýja kynslóð Airbus þota geri WOW kleift að fjölga sætum um borð án þess að það bitni á bili milli sæta eða þægindum farþega að öðru leyti. „Við erum að vinna náið með Airbus og eru með ánægð með samstarfið og teljum að þróun Airbus vélanna henti okkur og leiðarkerfinu vel og horfum því til þess að byggja upp flugflota með nýjum og nýlegum A321 og A330 þotum.”

Mikill eldsneytissparnaður

Sem fyrr segir stefnir í að þorri flugvéla Icelandair í framtíðinni verði mun minni og segist Skúli ekki átta sig þróun mála hjá keppinautnum. „Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru. Sérstaklega á meðan vextir á fjármálamörkuðum eru í sögulegu lágmarki og eldsneytissparnaðurinn af því að vera með nýjan flota stendur hæglega undir mismuninum við að kaupa nýjar flugvélar. Við fjármögnum okkur erlendis og það er ánægjulegt að sjá hvað við fáum frábær kjör hjá erlendum bönkum og það gerir okkur kleift að fylgja þessari stefnu.”

Vélarnar koma á réttum tíma fyrir Kaliforníu

Þann níunda júní fer WOW air jómfrúarferð sína til San Francisco og viku síðar er fyrsta ferðin til Los Angeles á dagskrá. Flugfélagið mun nýta hinar nýju Airbus 330 vélar í þetta flug en þær eru enn ókomnar til landsins en verða hér á réttum tíma sögn Skúla. Hann segir að það hafi reynst aðeins tímafrekara en gert var ráð fyrir að skipta um sæti í vélunum og gera þær að einu stóru farrými. Í breiðþotunum verða sæti fyrir 350 farþega og verður bilið milli sæta 84 sentimetrar. Það er meira sætabil, á almennu farrými, en gerist og gengur hjá flugfélögunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar líkt og niðurstöður nýrrar könnunar Túrista sýna.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …