Samfélagsmiðlar

Skúli segist ekkert botna í flugflota Icelandair

Bæði Icelandair og WOW air eru að taka í notkun þotur sem eru mun stærri en þær flugvélar sem félögin hafa hingað til átt. Stóri munurinn er hins vegar sá að breiðþotur WOW eru nýlegar á meðan þotur Icelandair eru 15 ára gamlar. Eftir tvö ár fær Icelandair svo afhentar splunkunýjar vélar sem taka þó mun færri farþega en núverandi þotur. Forstjóri WOW air segist ekki átta sig ekki á samsetningu flugflota Icelandair.

wow skuli airbus

Nýir áfangastaðir og tíðari ferðir kalla á fleiri flugvélar og síðustu misseri hafa forsvarsmenn Icelandair og WOW air því þurft að stækka flugflota félaganna. Hingað til hefur floti Icelandair samanstaðið af Boeing 757 þotum sem taka 183 farþega en nýverið bætti félagið við sig tveimur Boeing 767 breiðþotum með 262 sætum. Tvær samskonar þotur í viðbót hafa verið keyptar fyrir áætlun Icelandair á næsta ári.

Í síðustu viku tók WOW air svo í gagnið glænýja Airbus 321 þotu með sæti fyrir 200 farþega og önnur eins bætist við á næstu vikum. Einnig fær félagið bráðlega þrjár Airbus 330 breiðþotur með sætum fyrir 350 farþega. Þessar fimm Airbus flugvélar sem WOW bætir við flota sinn þessa dagana eru annað hvort splunkunýjar eða nýlegar en til að mynda fóru nýju breiðþotur Icelandair sínar fyrstu ferðir árið 2000. Meðalaldur þeirra tuttugu og fjögurra Boeing 757 þota sem félagið á er um 20 ár. Meðalaldur flugvéla WOW air er hins vegar 2,5 ár.

Flugfloti Icelandair mun þó taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Íslenska félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. Max þoturnar taka hins vegar mun færri farþega eða 153 annars vegar og 172 hins vegar.

Stærri vélar hið eina rétta

Flugvélakostir íslensku flugfélaganna munu því þróast í ólíkar áttir á næstu árum en Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, segir ekki sjá annað fyrir sér en að félagið muni halda áfram að byggja upp flota með stærri vélum sem taka að lágmarki 200 farþega. „Flugvellir víða um heim eru að fyllast eða eru orðnir fullir, ekki bara í London, Frankfurt, New York og Boston heldur líka Keflavíkurflugvöllur. Því er eina leiðin til að fjölga farþegum að nota stærri flugvélar í núverandi afgreiðslutímum (slottum) og það er klárlega sú leið sem við ætlum,” segir Skúli. Hann segir jafnframt að hin nýja kynslóð Airbus þota geri WOW kleift að fjölga sætum um borð án þess að það bitni á bili milli sæta eða þægindum farþega að öðru leyti. „Við erum að vinna náið með Airbus og eru með ánægð með samstarfið og teljum að þróun Airbus vélanna henti okkur og leiðarkerfinu vel og horfum því til þess að byggja upp flugflota með nýjum og nýlegum A321 og A330 þotum.”

Mikill eldsneytissparnaður

Sem fyrr segir stefnir í að þorri flugvéla Icelandair í framtíðinni verði mun minni og segist Skúli ekki átta sig þróun mála hjá keppinautnum. „Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru. Sérstaklega á meðan vextir á fjármálamörkuðum eru í sögulegu lágmarki og eldsneytissparnaðurinn af því að vera með nýjan flota stendur hæglega undir mismuninum við að kaupa nýjar flugvélar. Við fjármögnum okkur erlendis og það er ánægjulegt að sjá hvað við fáum frábær kjör hjá erlendum bönkum og það gerir okkur kleift að fylgja þessari stefnu.”

Vélarnar koma á réttum tíma fyrir Kaliforníu

Þann níunda júní fer WOW air jómfrúarferð sína til San Francisco og viku síðar er fyrsta ferðin til Los Angeles á dagskrá. Flugfélagið mun nýta hinar nýju Airbus 330 vélar í þetta flug en þær eru enn ókomnar til landsins en verða hér á réttum tíma sögn Skúla. Hann segir að það hafi reynst aðeins tímafrekara en gert var ráð fyrir að skipta um sæti í vélunum og gera þær að einu stóru farrými. Í breiðþotunum verða sæti fyrir 350 farþega og verður bilið milli sæta 84 sentimetrar. Það er meira sætabil, á almennu farrými, en gerist og gengur hjá flugfélögunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar líkt og niðurstöður nýrrar könnunar Túrista sýna.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …