Samfélagsmiðlar

Stærri þotur fýsilegri vegna takmarkana á Keflavíkurflugvelli að mati Icelandair og WOW

kef icelandair wow

Forsvarsmenn íslensku flugfélaganna eru sammála um að þrengslin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auki þörf fyrir breiðþotur sem rúma mun fleiri farþega. Forsvarsmenn íslensku flugfélaganna eru sammála um að þrengslin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auki þörf fyrir breiðþotur sem rúma fleiri farþega.
Árla dags, seinni partinn og í kringum miðnætti nær umferðin um Keflavíkurflugvöll hámarki og lausir brottfarartímar á þessum vinsælum dagspörtum eru uppbókaðir í sumum tilfellum. Ástandið er svipað við margar af stærstu flughöfnum Evrópu og N-Ameríku. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að vegna þessa séu stærri flugvélar forsenda fyrir því að fjölga farþegum. Í framtíðinni mun íslenska lággjaldaflugfélagið því byggja upp flugflota sem samanstendur af þotum sem taka 200 til 350 farþega.

Asíuflug er ekki aðalatriði

Í vor tók Icelandair í notkun tvær breiðþotur með sætum fyrir 262 farþega eða nærri helmingi fleiri farþega en rúmast í vélunum sem fyrir voru hjá flugfélaginu. Aðspurður segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, að segja megi að samspil fjölgunar farþega og takmarkana á flugvöllum, þar á meðal Keflavíkurflugvelli, geri þess háttar þotur fýsilegri fyrir Icelandair í dag en til að mynda fyrir fjórum árum síðan þegar félagið pantaði 24 nýjar en mun minni Boeing þotur.
Guðjón vill ekki meina að helsti kosturinn við nýju breiðþoturnar sé sá að með þeim opnist tækifæri fyrir flug til fjarlægari landa, t.d. Asíu. „Það er ekki aðalatriði, en sá möguleiki er vissulega til staðar.“

Vill ekki tjá sig um gagnrýni Skúla

Í viðtali við Morgunblaðið í gær var Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, m.a. spurður álits á skoðun Skúla Mogensen, forstjóra WOW, á flugflota Icelandair en í viðtali við Túrista sagðist hann ekki botna í þeirri stefnu samkeppnisaðilans að kaupa annars vegar tuttugu ára gamlar flugvélar og svo hins vegar nýjar þotur með færri sætum en núverandi vélar. Björgólfur sagðist hins vegar ekki tjá sig opinberlega um hvað aðrir stjórnendur gera eða gera ekki. Hann vill hins vegar meina að umræðan um aldur flugvéla Icelandair sé á villigötum. „Aldur og slit á flugvélum er mælt af flugtímum og lendingum. Við erum svo heppin hvað varðar leiðakerfi okkar að samsetningin í þessa veru er mjög góð. Lendingarnar eru hlutfallslega svo fáar að elstu 757-vélarnar eru aðeins hálfnaðar hvað líftíma varðar,“ sagði Björgólfur við Morgunblaðið.

Ekki gamlar í lendingum eða flugtímum talið

Samfara auknum umsvifum hefur Icelandair fest kaup á fjölda notaðra flugvéla síðustu ár og hefur nú 27 Boeing þotur á sínum snærum en þær voru 16 sumarið 2012. Sú spurning vaknar því hvort hlutfall flugtíma og lendinga er jafn hagstætt í þeim vélum sem hafa bæst við og þeim sem hafa verið í flotanum sl. 2 áratugi? Því svarar Guðjón Arngrímsson játandi. „Já, það er svipað, enda horft til þess þegar vélarnar eru teknar inn í flotann. Aldur flugvéla er almennt miðaður við fjölda lendinga, af framleiðanda og Flugmálastjórn Bandaríkjanna, og varðandi Boeing 757 og 767 er miðað við að líftími sé um 75 þúsund lendingar. Meðal lendingafjöldi okkar véla er um 20 þúsund eða innan við þriðjungur af aldri. Svo er aldur stundum einnig miðaður við flugtíma og þá miðað við 150 þúsund flugtíma fyrir Boeing 757 og 767. Meðaltalið okkar er um 62 þúsund tímar,“ segir í svari Guðjóns við fyrirspurn Túrista.
Þess má geta að í dag tilkynnti WOW air að félagið hefði gert samning um leigu á þremur flugvélum í viðbót og mun því hafa 15 Airbus þotur á sínum snærum á næsta ári.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …