Samfélagsmiðlar

Nefna flugvöllinn í höfuðið á Christiano Ronaldo

ronaldo madeira

Á Madeira hafa menn ekki undan að heiðra þekktasta núlifandi son eyjunnar.
Portúgalir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði og þar lék fyrirliðinn Christiano Ronaldo stórt hlutverk þó hann hafi reyndar verið borinn meiddur af velli í byrjun úrslitaleiksins. Ronaldo þessi er einn þekktasti knattspyrnumaður í heimi og um leið stolt íbúa á portúgölsku eyjunni Madeira eins og ekki fer víst framhjá þeim sem heimsækja höfuðstaðinn Funchal. Þar má nefnilega finna sérstakt Christiano Ronaldo safn og hótel og fyrir tveimur árum var reist 3 metra bronsstytta af kappanum. Nýjasti þakklætisvotturinn er ekki síður eftirtektarverður því fyrir helgi ákváðu sveitarstjórnarmenn á Madeira að endurnefna aðalflugvöllinn og verður hann hér eftir kallaður Christiano Ronaldo International Airport Madeira. 

Madeira ekki á kortinu hjá íslenskum ferðaskrifstofum

Allt árið um kring streyma sólþyrstir Íslendingar til spænsku eyjanna Kanarí og Tenerife sem liggja um 400 kílómetrum sunnar í Atlantshafinu en Madeira. Þangað væri því styttra að fljúga en til spænsku eyjanna en þrátt fyrir það virðist Madeira aldrei komast á kortið hjá íslenskum ferðafrömuðum. Öfugt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum en þaðan má t.d. finna reglulegar ferðir til Madeira.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …