Samfélagsmiðlar

Óábyrgt að kanna ekki Hvassahraun

Forstjóri Icelandair Group segir fyrirtækið ekki geta annað en kannað nýjar staðsetningar fyrir innanlandsflugið enda liggi fyrir vilji borgaryfirvalda að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri.

flugtak 860 a

„Það er afar mikilvægt að ekki komi hik í þá uppbyggingu sem nú á sér stað í Keflavík og að ekki komi rask á þjónustuna sem þar er veitt. Það er mikilvægast núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, aðspurður um hvort athuganir Icelandair á flugvallarstæði við Hvassahraun setji áform um uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar úr skorðum. Björgólfur tekur þar með undir þá skoðun Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að nauðsynlegt sé að halda áfram að vinna að langtímauppbyggingu Keflavíkurflugvallar sem kynnt var fyrr á árinu. En líkt og Túristi greindi frá í morgun þá hefur forstjóri WOW uppi efasemdir um þreifingar Icelandair við Hvassahraun.

Unnið út frá skýrslu Rögnunefndarinnar

Ástæðan þess að forsvarsmenn Icelandair vilja kanna hvort Hvassahraun gangi sem flugvallarstæði er sú að í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu, sem Icelandair Group átti aðild að, kemur fram að flugvallarskilyrði við Hvassahraun verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum. Björgólfur segir að prófanir muni hefjast í haust þegar veður hentar og lægðir koma upp að landinu og mun verkefnið standa yfir í einhverja mánuði. Hann segir hins vegar of snemmt að segja til um hver kostnaður við nýja flughöfn við Hvassahraun kynni að verða eða hver framkvæmdastíminn yrði.

Meirihlutinn vill flugvöllinn burtu

Björgólfur hefur haldið því fram á opinberum vettvangi undanfarið að Reykjavíkurflugvöllur sé á leið úr Vatnsmýrinni. En í hvað er hann að vísa þar? „Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík er að minnsta kosti með þá afstöðu að Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara. Annars værum við ekki að skoða annan valkost. Það væri óábyrgt af fyrirtæki í okkar stöðu að gera það ekki. Það er hins vegar alveg skýrt í mínum huga að starfsemin heldur áfram á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekkert liggur fyrir um aðra staðsetningu fyrir innanlandsflugið í samræmi við niðurstöður Rögnunefndarinnar. Þú afleggur ekki Reykjavíkurflugvöll nema hafa skýran valkost um innanlandsflug á Reykjavíkursvæðinu, og það liggja ekki fyrir niðurstöður um hvort það er yfirhöfuð mögulegt að byggja flugvöll í Hvassahrauni.“
TENGDAR GREINAR: VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …