Samfélagsmiðlar

Tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn en innanlandsflug dregst saman

flugtak 860 a

Á árunum 2011 til 2015 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi úr 540 þúsund í nærri 1,3 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum í innanlandsflugi og hjá Flugfélagi Íslands. Á árunum 2011 til 2015 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi úr 540 þúsund í nærri 1,3 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum í innanlandsflugi og hjá Flugfélagi Íslands.
Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa aukist mjög hratt síðustu ár og þegar litið er til síðustu fimm ára þá hefur farþegafjöldinn þar tvöfaldast að frádregnum þeim farþegum sem aðeins millilenda hér á landi. Á flugvöllunum í Reykjavík og á Egilsstöðum hefur farþegum hins vegar fækkað um tíund á þessu tímabili eins og sjá má ágrafinu hér fyrir neðan. Á Akureyri nemur samdrátturinn 16.7 prósentum og 7,3 prósentum á minni flugvöllum samkvæmt útreikningum Túrista sem byggja á þeim gögnum sem aðgengileg eru á heimasíðu Isavia, rekstraraðila flugvallanna. Tölur Isavia ná aftur til ársins 2011 og þróunin yfir lengra tímabil gæti því verið önnur.

Icelandair og Flugfélag Íslands í sitthvora áttina

Það er þó áhugavert að bera saman síðustu 5 ár því fjöldi ferðamanna hefur meira en tvöfaldast (133%) á þessum tíma en það er ljóst að sú umbylting hefur ekki skilað sér í fjölgun farþega í innanlandsflugi. Þvert á móti hefur farþegunum fækkað. Það sést til að mynda skýrt þegar bornar eru saman farþegatölur systurfélaganna Icelandair og Flugfélags Íslands. Það fyrrnefnda stundar millilandaflug og fjölgaði farþegum þess um 1,3 milljónir síðustu fimm ár eða um 76 prósent. Í vélum Flugfélags Íslands fækkaði farþegum hins vegar úr 353 þúsund árið 2011 í 296 þúsund í fyrra. Samdráttur upp á 16 prósent.
Þess ber þó að geta að inn í farþegatölum Flugfélags Íslands er innanlandsflug og flug til Færeyja og Grænlands og hluti af því er frá Keflavíkurflugvelli. Hvað sem því líður hafa sveiflurnar í millilandaflugi og innanlandsflugi ekki verið í takt á þeim tíma sem erlendum ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi. Umferð um Reykjavíkurflugvöll hefur reyndar aukist um 7,5 prósent í ár en hluti af skýringunni gæti legið í auknu Grænlandsflugi Flugfélags Íslands. Á sama tíma hefur umferð um Keflavíkurflugvöll aukist um 37 prósent. 

Mikilvægt að tengja saman

Líkt og Túristi greindi frá í vikunni þá eru forsvarsmenn ferðamála í Finnlandi, Danmörku og Noregi sammála um mikilvægi þess að boðið sé upp á bæði flug innanlands og utan frá aðalflugvelli hvers lands. En öfugt við Keflavíkurflugvöll er innanlandsflug í boði á öllum stærstu flugvöllum Norðurlanda og leit að evrópskum alþjóðaflugvellli þar sem sú þjónusta er ekki fyrir hendi. Samkvæmt athugun Túrista þá fjölgaði farþegum í innanlandsflugi á Óslóarflugvelli um 5,2% síðustu fimm ár, í Helsinki varð samdráttur um 4,3%, á Stokkhólmsflugvöllunum fjölgaði þeim um 8 prósent en á Kaupmannahafnarflugvelli hefur innanlandsflug dregist saman um nærri helming, m.a. í kjölfar gjaldþrots Cimber Sterling árið 2012. Þess má geta að í Stokkhólmi eru tveir flugvellir, Arlanda og Bromma og á báðum er flogið innanlands og utan. Um Arlanda fóru um 5 milljónir í innanlandsflug í fyrra en 2,2 milljónir um Bromma. Tilvera þess síðarnefndi hefur lengið verið deilumál meðal sænskra stjórnmálamanna líkt og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Á flugvöllum hinna norrænu höfuðborganna hefur farþegafjöldinn hins vegar ekki tvöfaldast síðustu fimm ár líkt og á Keflavíkurflugvelli heldur aukist um nokkur prósent á ári. En líkt og kom fram í grein Túrista á fimmtudag þá fljúga daglega á bilinu 3,5-8 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvelli og ef vægi innanlandsflugs þar væri fjórðungur af því sem það er í Ósló þá myndi það duga til að fylla 2 til 6 Bombardier vélar líkt og Flugfélag Íslands notar.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …