Samfélagsmiðlar

Reiknar ekki með að margir kaupi Íslandsferðir 2018

Island seljalandsfoss taylor leopold

Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Studiosus ætla að bjóða upp á ferðir hingað til lands á næsta ári líkt og undanfarna áratugi. Þeir búast hins vegar við að verðið fæli fólk frá.
Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Studiosus ætla að bjóða upp á ferðir hingað til lands á næsta ári líkt og undanfarna áratugi. Þeir búast hins vegar við að verðið fæli fólk frá og það er nú þegar orðin raunin hjá bresku ferðaskrifstofunni Discover the World.
Ferðaskipuleggjendur eru víða að leggja lokahönd á sölubæklinga fyrir næsta ár og einn af þeim er Manfred Schreiber hjá ferðaskrifstofunni Studiosus í Þýskalandi. En Ísland er einn þeirra 120 áfangastaða sem þessi stóra ferðaskrifstofa býður upp á hópferðir til. Á því verður engin breyting þrátt fyrir að mikil styrking krónu og boðuð tvöföldun virðisaukaskatts geri verðlagningu á Íslandsferðum erfiða enda miklar verðhækkanir fyrirsjáanlegar. „Við munum ekki taka Ísland út. Við erum hins vegar langt komin með skipulagningu ferða næsta árs og munum örugglega skera töluvert niður á Íslandi því við reiknum ekki með að margir muni kaupa ferðir þangað,“ segir Schreiber og vísar til þess hversu dýr áfangastaður Ísland er orðinn.
Studiosus hefur boðið ferðir til Íslands frá því á áttunda áratugnum og segir Schreiber að árlega komi hingað til lands um þrjú þúsund manns á þeirra vegum. Þessir þýskur ferðamenn dvelja að jafnaði í 11 nætur á landinu og standa því undir rúmlega 30 þúsund gistinóttum á ári. Það eru álíka margar gistingar og allir ferðamenn frá Rússlandi og Eystrarsaltslöndunum keyptu samanlagt hér á landi á síðasta ári.

Framtíðarstefnan verður að koma frá pólitíkusum

Schreiber var harðorður í garð íslenskra stjórnvalda í viðtali við Túrista í apríl og sagði engu líkara en að ráðamenn vildu ganga að ferðaþjónustunni dauðri með auknum álögum. „Vandamálið er að sjóndeildarhringur sumra stjórnmálamanna virðist ekki ná lengra en til Vestmannaeyja. Þeir horfa ekki til annarra markaða og skilja ekki að svona aðgerðir draga úr eftirspurn. En svo lengi sem Kínverjar og Bandaríkjamenn halda áfram að fjölmenna til landsins þá finna stjörnvöld ekki fyrir afleiðingunum. Ég er þó viss um að meira segja þessar þjóðir hafi sín takmörk,” sagði Schreiber aðspurður um umræður á Íslandi um tvöföldun virðisaukaskatts, komugjöld og gistináttaskatt.
Hann hefur áhyggjur af gangi mála hér á landi og hefur talað fyrir því að sett verði á laggirnar ráðgjafanefnd sem í eiga sæti erlendir og íslenskri sérfræðingar sem geti komið að mótun framtíðarskipulags íslenskrar ferðaþjónustu. „Í dag ríkir nefnilega stjórnleysi í greininni. Sem dæmi um það þá bjóðast núna lægri farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli og hafnirnar veita skemmtiferðaskipunum líka betri kjör. Það vantar stefnu til framtíðar og stjórnmálafólkið verður að eiga frumkvæði að henni, hvernig sér það ferðaþjónustuna fyrir sér eftir 5 ár eða 10? Við verðum að fá svar við þeirri spurningu.“

30% verðhækkun frá því í fyrra

Breska ferðaskrifstofan Discover the World hefur líka áratuga reynslu af skipulagningu Íslandsferða og Clive Stacey, stofnandi og framkvæmdastjóri, segir verðhækkanirnar á Íslandi kalla á breytingar. „Við munum einbeita okkur að sérsniðnum ferðum í stað hópferða og það mun væntanlega leiða til þess að dvalartíminn viðskiptavina okkar styttist en það er þó ekki öruggt. Við finnum líka fyrir því að það er erfiðara að selja ferðirnar nú í sumar. Við urðum til að mynda nýverið að aflýsa 8 daga gönguferð um Austurland þar sem eftirspurnin var ekki næg til að standa undir kostnaði. Þetta kemur reyndar ekki á óvart því ferðin kostaði þrjú þúsund pund (395 þúsund kr.) sem er um 30 prósent hærra verð en í fyrra. Fyrir sama verð getum við boðið upp á tveggja vikna hreyfiferð um Nýja-Sjáland.“

Breskir skólahópar horfa annað

Stór hluti viðskiptavina Discover the World eru breskir skólahópar og segir Stacey að í dag sé salan á þess háttar ferðum álíka og á síðasta ári. „Ferðaráðgjafar okkar leggja hart að sér að útbúa Íslandsferðir sem eru innan þeirra kostnaðarmarka sem skólarnir setja. Við sjáum hins vegar að núna er engin aukning í sölu á þessum ferðum öfugt við það sem hefur verið síðastliðinn áratug. Skólahóparnir fara því auknum mæli í ferðir okkar til Ítalíu og Noregs.“
TENGDAR GREINAR: Hefðbundið gistináttagjald skilar álíka og hátt komugjald

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …