Samfélagsmiðlar

Bætt talning ferðamanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Þjóðerni sjötta hvers ferðamanns sem hingað kemur hefur verið á huldu, alla vega þegar litið er til talningar ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Stærð þessa hóps ætti hins vegar að dragast saman með ítarlegri talningu sem tekin var upp nýverið.

Þjóðerni sjötta hvers ferðamanns sem kemur hingað til lands hefur verið á huldu, alla vega þegar litið er til talningar ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Við vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þurfa flugfarþegar að sýna vegabréf þannig að hægt sé að flokka þá eftir þjóðernum. Þessi talning, sem framkvæmd er fyrir Ferðamálastofu, hefur lengi verið helsti mælikvarðinn á umsvifin í ferðaþjónustu landsins og eru niðurstöður talninganna birtar mánaðarlega. Þar er erlendu ferðalöngunum skipt upp eftir sautján þjóðernum og fólk frá öðrum þjóðum fer í flokkinn „aðrir“. Sá hópur hefur farið sístækkandi í takt við ferðamannastrauminn hingað til lands og í fyrra var þjóðerni 286 þúsund erlendra ferðamanna óþekkt. En í heildina voru ferðamenn hér rétt tæplega 1,8 milljónir á síðasta ári og það lætur því nærri að sjötti hver túristi sem hingað kemur fari í óskilgreinda hópinn.
Vægi hópsins hefur verið á þessu bili, 11 til 17 prósent, allt frá árinu 2002, þegar talning Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli hófst. Næst þegar ferðamannatölur verða kynntar eru hins vegar miklar líkur á að fækkað hafi í hópnum „aðrir“ því í sumarbyrjun var talningin bætt og nú munu í fyrsta sinn fást upplýsingar um fjölda ferðamanna frá Írlandi, Austurríki, Belgíu, Indlandi, Ísrael, Hong-Kong, Suður-Kóreu, Taívan, Singapúr, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Eystrarsaltslöndunum.

Helmingi minni vöxtur í fyrra

Gistináttatölur Hagstofu Íslands eru hins vegar greinanlegar eftir mun fleiri þjóðernum en talningin á Keflavíkurflugvelli. En öfugt við það sem tíðkast í mörgum öðrum löndum þá hafa upplýsingar um gistinætur ekki verið aðal mælistikann í ferðaþjónustunni hér á landi. Forsvarsmenn greinarinnar, ráðamenn og fjölmiðlar vísa nefnilega langoftast í talningu flugfarþega þegar umsvifin í ferðaþjónustunni eru til umræðu en ekki fjölda þeirra sem kaupa gistingu. Jafnvel þó ferðamaður sé skilgreindur sem sá sem gistir í landinu í að minnsta kosti í eina nótt samkvæmt vef Ferðamálastofu. Ef fjöldi gistinátta væri almennt notaður til að mæla vöxt íslensku ferðaþjónustunnar þá hefði hann verið rétt um 21,6% í fyrra eða helmingi minni en talningin á Keflavíkurflugvelli sagði til um.
Þess má geta að viðræður um ítarlegri talningu við vopnaleitina hafa átt sér stað milli Isavia og Ferðamálastofu um langt skeið en vorið 2015 sagði Túristi frá því að Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar hefðu óskað eftir því að ferðamenn yrðu flokkaðir betur en þá óttuðust forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar að það yrði til þess að biðraðir við vopnaleit myndu lengjast.
TENGDAR GREINAR: Metfjöldi ferðamanna skilar sér ekki í rúturnar við LeifsstöðFærri hótelgistingar útlendinga

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …