Samfélagsmiðlar

Draga sig út af breska markaðnum og hætta Keflavíkurflugi frá Akureyri

Stjórnendur Air Iceland Connect bregðast við minni eftirspurn með breytingum á leiðakerfi félagsins.

flugvel innanlands isavia

Air Iceland Connect hættir flugi frá Keflavíkurflugvelli í maí.

Fyrir tveimur árum síðan fór Air Iceland Connect, þá Flugfélag Íslands, jómfrúarferð sína til Aberdeen í Skotlandi. Markmiðið var ekki aðeins að efla flugsamgöngur milli Íslands og Aberdeen heldur líka að auka valkosti þeirra sem voru á leið milli Norður-Ameríku og skosku olíuborgarinnar og var nýja flugleiðin því kynnt í samstarfi við systurfélagið Icelandair. George Best flugvöllur í Belfast bættist svo við leiðakerfi Air Iceland Connect í fyrra en frá og með miðjum maí verða flugleiðirnar til Belfast og Aberdeen lagðar niður. Í samtali við Túrista segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að breski markaðurinn sé erfiður því eftirspurn eftir Íslandsflugi þaðan hafi verið að minnka á sama tíma og framboðið hafi aukist. Árni bendir jafnframt á að Brexit hafi haft neikvæð áhrif á þróun mála en niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni lág fyrir stuttu eftir að flugfélagið hóf flug til Bretlands. Air Iceland Connect er ekki fyrst til að leggja niður breska flugleið frá Keflavíkurflugvelli síðan Brexit kom upp því WOW air hætti flugi til Bristol í fyrra og Icelandair ætlar ekki að halda áætlunarflugi sínu til Birmingham áfram.

Á sama tíma og Air Iceland Connect leggur niður Bretlandsflug sitt frá Keflavíkurflugvelli þá hættir félagið jafnframt að bjóða upp á beint flug þaðan til Akureyrar í tengslum við millilandaflug. Þar með lokar eina innanlandsflugleiðin frá Keflvíkurflugvelli en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá er leit að alþjóðaflugvelli eins og Keflavíkurflugvelli sem hefur ekkert innanlandsflug á boðstólum. Árni segir ástæðuna fyrir endalokum Akureyrarflugsins, frá Keflavík, vera of litla eftirspurn og lága sætanýtingu enda hafi ekki tekist að ná nógu vel til erlendra ferðamanna. Heimamenn hafi því verið í meirihluta í fluginu en þeir séu einfaldlega ekki nógu margir til að halda úti jafn tíðum ferðum og nauðsynlegar eru í svona áætlun.

Air Iceland Connect hefur einnig gert breytingar á Grænlandsflugi sínum í kjölfar þess að félagið hættir að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Því verður ekki flogið til Kangerlussuaq í sumar og ferðirnar til Narsarsuaq færast til Reykjavíkurflugvallar. Með þessum tilfærslum segir Árni að Air Iceland Connect einbeiti sér að innanlandsflugi og ferðum til Grænlands en tekjurnar af flugleiðunum sem nú detta út eru um 7 til 8 prósent af veltu fyrirtækisins í dag.

Aðspurður um hvort félagið muni í kjölfarið fækka í flugflota sínum svarar Árni því að í dag sé Air Iceland Connect með fimm vélar í notkun og fái brátt afhenta þá sjöttu. Hann býst við að félagið selji eða reyni að leigja eina vél en hvort það verður Bombardier Q400 eða Q200 komi í ljós síðar.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …