Samfélagsmiðlar

Þegar enginn treysti sér til að reka hótel fékkst á hálfvirði

Það munaði ekki miklu að höfuðstöðvar Íslandsbanka hefðu endað þar sem Grand Hótel stendur í dag.

Úr auglýsingu Holiday Inn sem birtist í Vikunni árið 1987.

Það þótti tíðindum sæta þegar Holiday Inn opnaði í Reykjavík fyrir um þrjátíu árum síðan enda var opnun stórra hótel í höfuðborginni fátíð í þá daga. Og sérstaklega gististaða sem voru hluti af erlendum hótelkeðjum. Rekstur Holiday Inn við Laugardal gekk hins vegar ekki sem skildi og endaði í höndum Íslandsbanka nokkrum árum síðar en forsvarsmenn hans höfðu hins vegar engan áhuga á að halda hótelinu gangandi og höfðu uppi áform um að nýta húsnæðið undir höfuðstöðvar bankans.

Í október 1994, þegar stutt var í boðaða lokun Holiday Inn, birti Morgunpósturinn frétt þar sem haft var eftir Vali Valssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að tíminn væri að renna út fyrir þá sem hefðu hug á að reka áfram hótel í byggingunni við Sigtún 38. Í fréttinni kom fram að Flugleiðamenn hefðu sýnt Holiday Inn áhuga en 400 milljón króna tilboð þeirra þótti of lágt. Bankinn vildi að lágmarki fá hálfan milljarð fyrir hótelið enda hafði byggingakostnaður þess verið um einn milljarður. „Það hlýtur hins vegar að vera mikið áhyggjuefni fyrir þá sem standa að ferðaiðnaðinum að enginn skuli treysta sér til að reka hótel sem fæst á hálfvirði,” sagði Valur vegna stöðunna sem upp var kominn þegar stutt var í lokun hótelsins.

Í framhaldinu fór af stað nokkurra mánaða viðræður sem enduðu með því að bankinn lét hótelbygginguna í skiptum fyrir Sambandshúsið við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka opnuðu síðar.

Hótelbyggingin við Sigtún var tekin í notkun á ný eftir endurbætur vorið 1995 og þá undir heitinu Grand Hótel. Það hótel hefur verið þar allar götur síðan en húsakostirnir þó verið stækkaðir verulega á þeim 23 árum sem liðin eru frá opnun þess.

Skjámynd af frétt Morgunpóstsins 10. október 1994. Tímarit.is

Þess ber að geta að frétt um lítinn áhuga á Holiday Inn hótelinu birtist á Twittersíðunni Slembitímarit í síðustu viku og er það kveikja þessarar upprifjunnar.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …