Samfélagsmiðlar

Séríslenskt að láta pólitíkina ráða fluginu

Tengsl við stjórnmálaflokk er lykillinn að sæti í stjórn Isavia. Kröfurnar eru aðrar í nágrannalöndunum.

Nýrrar stjórnar Isavia býður það verkefni að bera ábyrgð á miklum framkvæmdum við uppbyggingu Keflavíkurflugvallar en áætlanir eru um að fyrsta áfangi þeirra kosti á bilinu 70 til 90 milljarða.
Í stjórninni sitja (frá vinstri) Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Matthías Imsland, Valdimar Halldórsson, Eva Pandora Baldursdóttir og Ingimundur Sigurpálsson.

Ný fimm manna stjórn Isavia var skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, á ársfundi þessa opinbera hlutafélags á fimmtudaginn. Stjórnina skipa fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja auk eins Pírata og fulltrúa Miðflokksins. Í varastjórninni eru líka fólk sem tengist stjórnmálaflokkunum og mun þessi skipting vera venju samkvæmt. „Það hefur verið hefð fyrir því að þingflokkarnir, skipt eftir stjórnarflokkum og stjórnarandstöðuflokkum, tilnefni einstaklinga í stjórn og varastjórn Isavia.  Stjórn er svo formlega kjörin á aðalfundi af ráðherra, eða í umboði hans,” segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Túrista.

Í Noregi og Svíþjóð heyra stærstu flugvellir landanna tveggja undir ríkisfyrirtækin Avinor og Swedavia. Fyrirkomulagið er því samskonar og hér á landi en pólitík ræður ekki þegar valið er í stjórnir Avinor og Swedavia. Í Svíþjóð er reglan sú að sérstök nefnd skilgreinir þær hæfniskröfur sem gera skal til þeirra sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja. Kröfurnar eru m.a. byggðar á starfsemi viðkomandi fyrirtækis, framtíðarverkefnum og samsetningu stjórnar. Í framhaldinu fer í gang ráðningarferli stjórnarmeðlima sem endar með því að stjórn ríkisfyrirtækisins er mynduð. Auk þess fá starfsmenn Swedavia að velja einn úr sínum röðum til að sitja í stjórn og annan til vara. Stjórnarfólkið hefur ekki tengsl við stjórnarmálaflokka samkvæmt því segir í svari Swedavia.

Starfsfólk Avinor í Noregi á þrjá fulltrúa í átta manna stjórn fyrirtækisins en það er samgönguráðuneytið sem skipar hina fimm stjórnarmeðlimina. En ekki út frá störfum fyrir stjórnmálaflokka heldur starfsreynslu og þá sérstaklega úr viðskiptalífinu samkvæmt því sem segir í svari við fyrirspurn Túrista. Í reglugerð um starfsemi Avinor segir að innan stjórnarinnar skuli vera næg þekking til að tryggja að fyrirtækið sýni frumkvæði í rekstri flughafnar sem og í flugöryggismálum. Þetta eru sambærilegar kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum íslenskra fjármálafyrirtækja því þeim ber að hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar.

Hvort það fólk sem skipar nýja stjórn Isavia myndi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfsbræðra þeirra í Noregi og Svíþjóð skal ósagt látið. En stjórnina skipa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og er hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Frá Framsókn kemur Matthías Páll Imsland, fyrrum aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, en honum var vikið úr því starfi árið 2011. Ingimundur og Matthías hafa setið í stjórn Isavia síðustu fjögur ár. Nýju stjórnarmeðlimirnir eru Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fulltrúi VG er Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi þingkona Pírata.

Þau fjögur sem sitja í varastjórn Isavia koma líka úr röðum þessara sömu flokka, þar á meðal er aðstoðarmaður samgönguráðherra og framkvæmdastjóri Vinstri-grænna.

 

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …