Samfélagsmiðlar

Bæði íslensku millilandaflugfélögin komin til Cleveland

Í nærri áratug hafa íbúar Cleveland ekki getað flogið beint úr heimabyggð til Evrópu. Nú geta þeir hins vegar valið á milli ferða Icelandair og WOW air.

Cleveland Metroparks.

Það var bara tímaspursmál að eitthvað flugfélag myndi átta sig á möguleikunum í Cleveland sagði Todd Payne, hjá flugvelli borgarinnar, í samtali við Túrista í sumarlok þegar ljóst var að bæði íslensku flugfélögin ætluðu að hefja flug til borgarinnar. Vísaði hann til þess að í fyrra hafi 108 þúsund farþegar flogið frá Cleveland til Evrópu og Miðausturlanda eftir að hafa millilent annars staðar í Bandaríkjunum á leiðinni yfir hafið. Ástæðan fyrir þessari miklu eftirspurn eftir Evrópuflugi mun vera sú að íbúar borgarinnar eiga rætur að rekja til margra landa í Evrópu og eins er meðalaldur borgarbúa ekki hár.

Í byrjun þessa mánaðar fór svo WOW air jómrúarferð sína til borgarinnar og í gær var röðin komin að Icelandair. Þar með stendur Evrópuflug íbúum Cleveland á ný til boða en það var síðast á boðstólum árið 2009.

Með Cleveland eru borgirnar sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku orðnar 23 talsins en borgin er ein fimm nýrra borga í álfunni sem flugfélagið bætir við leiðakerfi sitt nú í vor. Hinar eru Baltimore, Kansas City, Dallas og San Francisco.

Í jómfrúarferð Icelandair í gær var á flogið á nýrri Boeing 737-MAX vél sem ber heitið Látrabjarg.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …