Samfélagsmiðlar

Markmiðið að hækka tekjur af hverjum gesti

Forstjóri Bláa lónsins segist ekki gera ráð fyrir gestum fjölgi mikið frá því í fyrra en aukið vöruframboð á að leiða til hærri tekna.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Um átta af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem hingað koma greiða fyrir heimsókn í sund, náttúrulaug eða spa. Engin önnur afþreying nýtur álíka vinsælda hjá ferðafólkinu samkvæmt niðurstöðum landamærakönnunar Ferðamálastofu sem kynnt var í byrjun þessa mánaðar. Gera má ráð fyrir að þetta háa hlutfall skrifist að töluverðu leyti á Bláa lónið sem lengi hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Í fyrra tóku starfsmenn lónsins á móti 1,3 milljónum gesta en til samanburðar flugu um 2,2 milljónir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári.

Aðgangur í Bláa lónið sjálft stendur undir um sextíu prósent af tekjum fyrirtækisins og hefur það hlutfall verið nokkuð jafnt síðustu ár samkvæmt ársskýrslum fyrirtækisins. Í fyrra námu tekjurnar af þessum lið um 7,5 milljörðum sem er viðbót rúman 1,5 milljarð frá árinu á undan. Hlutfallslega nam aukningin 27 prósentum, í krónum talið, sem er álíka viðbót og varð í fjölda erlendra ferðamanna. Þessar tvær stærðir fylgjast þó ekki alltaf en báðar eiga það þó sameiginlegt að hafa hækkað umtalsvert síðustu ár.

Tækifæri í breiðara vöruframboði

Það sem af er þessu ári hefur fjöldi ferðamanna hins vegar staðið í stað og spár gera ráð fyrir litlum vexti í ár. Aðspurður hvort þessi þróun verði til þess að tekjur Bláa lónsins standi í stað í ár þá segir Grímur Sæmundsen, forstjóri, að hjá fyrirtækinu hafi verið markvisst unnið að því að hækka tekjur af hverjum gesti frekar en að fjölga þeim. „Við erum því í sjálfu sér ekki að gera ráð fyrir auknum fjölda gesta heldur munum við þróa vöruframboð t.a.m. með því að tvinna saman ólíka þjónustuþætti, vörur og upplifun gesta. Hér er ég að vísa til upplifunarsvæða okkar, veitingasstaða, hótela og húðvara. Þá höfum við nýverið stofnað fyrirtæki sem býður uppá áætlunarferðir í Bláa Lónið sem fer vel af stað. Vöruframboð okkar hefur þannig breikkað nokkuð á síðustu mánuðum og í því felast fjölmörg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Grímur.

Styrkja beint samband við viðskiptavini

Aukin umsvif erlendra bókunarfyrirtækja innan ferðaþjónustunnar hafa verið þónokkuð til umræðu síðustu misseri. Ekki aðeins vegna hinnar háu söluþóknunar sem þau krefjast heldur einnig áhrifanna sem þau geta haft á ferðahegðun fólks. Á þessu hefur Grímur meðal annars vakið máls á og hvatt forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja til sóknar í hinum stafræna heimi sem hefur eflst umtalsvert síðustu ár. En hafa aðgerðir Bláa lónsins sjálfs, til að draga úr þóknunum til endursöluaðila, skilað árangri? „Áhrifin af þessum breytingum eiga eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið en fyrstu tölur benda til þess að við séum að ná markmiðum okkar með þessum aðgerðum. Við erum að vinna markvisst að því að þróa stafrænar dreifileiðir Bláa Lónsins og styrkja þannig beint samband okkar og viðskiptavinanna, en við erum þegar í beinu sambandi við flesta okkar gesti þar sem þeir bóka miða í Bláa Lónið með góðum fyrirvara. Í þessu felast tækifæri og vöruframboð okkar mun klárlega taka mið af því á næstu misserum,” segir Grímur.

Bláa lónið skilaði 3,7 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins sem birt var fyrir helgi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að síðasta ár hafi verið ár uppbyggingar og breytinga. Er þar vísað til umbóta á baðsvæði lónsins, stækkunar skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og eins var lokahnykkurinn settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …