Samfélagsmiðlar

Leigja sér bílaleigubíl milli flugferða

Sá fjöldi ferðamanna sem bókar bíl við Keflavíkurflugvöll yfir dagspart fer hratt vaxandi. Það er þó ekki eina ástæða þess að leigutíminn hjá bílaleigunum hefur dregist saman.

Garðar Sævarsson hjá Enterprise bílaleigunni.

„Fyrir tveimur árum kom það varla fyrir að við leigðum út bíla í einn dag við Keflavíkurflugvöll en í sumar höfum við fengið mikinn fjölda dagsleiga. Oftast koma viðskiptavinirnir að morgni og þá beint úr flugi og skila bílnum seinnipartinn,” segir Garðar Sævarsson, hjá Enterprise. Eftirspurnin eftir þessum dagsleigum takmarkast aðallega við Bandaríkjamenn sem koma hingað um morgun og fljúga svo af landi brott seinnipartinn eða um kvöld. „Þeir fara í stutta ferð í Bláa Lónið og skoða sig um á suðvesturhorninu,” bætir Garðar við.

Þar sem þessi hópur skiptifarþega fer út úr Leifsstöð á milli flugferða er fólkið talið sem ferðamenn hér á landi í talningu Ferðamálastofu. Jafnvel þó það dvelji ekki hér yfir nótt en ferðamaður er almennt skilgreindur sem sá sem dvelur a.m.k. eina nótt í viðkomandi landi. Þetta er sú skilgreining sem ferðamálaráð Sameinuðu þjóðanna notar og hana má líka finna í hugtakalista á heimasíðu Ferðamálastofu. Skekkjan sem skiptifarþegar valda í fyrrnefndri talningu er mismikil eftir árshlutum líkt og kannanir Isavia hafa sýnt en þær voru fyrst framkvæmdar i fyrra eftir að Túristi vakti máls á því að skekkjan væri líklega að aukast í tengslum við aukið framboð á flugi.

Fáir sem leiga í 2 vikur

Hin nýja sókn í dagsleigu á bílaleigubílum er þó ekki eina breytingin sem á sér stað hjá bílaleigunum. Nú koma bókanir til að mynda inn með skemmri fyrirvara en áður að sögn Garðars. „Eins og farþegatölur gefa til kynna er vöxtur í ferðamennsku í ár drifin áfram af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þetta er þróun sem hófst í fyrra og hefur haldið áfram í ár og hún hefur haft í för með sér greinilegan samdrátt í komu ferðamanna frá Mið-Evrópu en þeir dvelja hér yfirleitt lengur og bókar með lengri fyrirvara. Tveggja vikna leigur eru t.d. orðnar mjög fátíðar. Samsetning ferðamanna og kauphegðum hefur því breyst gríðarlega á síðustu 2 árum og það hefur verið mikil áskorun fyrir okkar rekstur.” Garðar bendir jafnframt á að bandarískir ferðamenn kjósi oftast að fara um á bílaleigubílum og það hafi haft áhrif hversu fjölmennir þeir eru orðnir hér á landi.

Leigutíminn styttist aftur í ár

Meðal leigutíminn yfir sumarið hjá Enterprise hefur af þessum sökum dregist saman um tíund frá síðasta ári. Bætist það við styttinguna sem varð í fyrra þegar leigudögunum fækkaði um fimmtung að jafnaði í samanburði við sumarið 2016. „Þrátt fyrir þetta erum við að auka tekjur okkar frá síðasta ári enda höfum við verið í uppbyggingarfasa síðustu árin,” segir Garðar en floti bílaleigunnar telur nú um þúsund ökutæki en Enterprise er hún hluti af Kynnisferðum, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Eiga allt undir sumrinu

Aðspurður um útlitið fyrir veturinn þá segir Garðar að á þessum tímapunkti sé lítið hægt að segja því bókanir fyrir vetrarmánuðina koma yfirleitt með skömmum fyrirvara. „Vetrarferðamennska hefur stóraukist undanfarin ár og það hefur hjálpað bílaleigum eins og öðrum greinum ferðaþjónustu. Verðið yfir veturinn eru engu að síður langt frá því sem að við sjáum á sumrin og eftirspurnin minni. Við eigum því allt undir því að sumarmánuðurnir séu sterkir.”

Verðið á niðurleið

Álögur hins opinbera á bílaleigur hefur aukist síðustu ár en það hefur ekki skilað sér út í verðlagi því leiguverðið hefur farið lækkandi að sögn Garðars. Hann segir skýringuna megi til að mynda finna í fjárfestingum bílaleigufyrirtækjanna og því hafi verið umfram magn af bílaleigubílum í boði í fyrra. „Verðið lækkaði því umfram það sem að eðlilegt er auk þess sem að nýtingin var verri. Sérstaklega yfir háannatímann. Í ár hafa bílaleigur haldið að sér höndum í fjárfestingum og markaðurinn því að öllum líkindum minni. Verðið hefur þar með haldist stöðugara og nýtingin batnað frá því í fyrra,” segir Garðar.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …