Samfélagsmiðlar

Lítil fækkun ferðamanna í kortunum

Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni aðeins fækka um rúmlega tvo af hundraði í ár.

Ferðafólki hér á landi mun fjölga hér á landi sumar um nærri fimm af hundraði og þeim fer líka fjölgandi í nóvember og desember. Hina mánuðina sjö verður samdráttur og mestur verður hann í febrúar, mars og apríl. Þetta kemur fram í nýrri farþegaspá Isavia. Ástæðan fyrir fækkun í október skrifast á að hluti af erlendu flugfélögin ætla að enda sumarvertíð sína hér á landi fyrr í ár. Vetraráætlanir flugfélaga hefjast alla jafna um mánaðamótin október nóvember.

Samdrátturinn í spá Isavia er þónokkuð minni en sú fækkun um u.þ.b. tíund sem Túristi hefur gert ráð fyrir. Þar er horft til þeirrar staðreyndar að flugferðum WOW air mun fækka um rúmlega fjögur hundruð yfir sumarmánuðina og viðbótin í flugáætlun Icelandair mun aðeins vega upp á móti um helmingi þessarar fækkunar. Fyrirséð er að sætisframboðið dragist ennþá meira saman þar sem WOW air nýtti 345 sæta breiðþotur í stóran hluta af þeim ferðum sem flugfélagið fellir niður í sumar. Stór hluti af viðbótinni hjá Icelandair, yfir háannatímann, kemur vegna nýrra Boeing MAX flugvéla en sætin í þeim eru helmingi færri en í breiðþotum WOW.

Í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar hjá Isavia, kom fram að spá fyrirtækisins byggi að hluta til á að áætlunum íslensku flugfélaganna. Isavia hefur einnig upplýsingar um alla bóka lendingatíma á Keflavíkurflugvelli fram í lok október og hversu stórar þotur flugfélögin ætla að nota í ferðirnar.

Nýtt efni
helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …